Leikskólinn Bakkaberg fékk á dögunum Grænfánann í þriðja sinn.
Katrín Magnúsdóttir frá Landvernd afhenti skjöldinn og heiðursgestur var Sigríður Pétursdóttir formaður Hverfisráðs Kjalarness. Grænfáninn er viðurkenning fyrir góða frammistöðu í umhverfismenntun til sjálfbærrar þróunar. Einnig vitnar hann um að börn og starfsfólk leggja sitt að mörkum til að bæta umhverfið innan skólans og í nærumhverfinu.
Sem fyrr vinnur leikskólinn Bakkaberg með eftirfarandi markmið sem falla vel að starfi leikskólabarnanna;
• Að fræða börn, foreldra og starfsfólk um Grænfánann og tilgang þess að fá að flagga honum.
• Að flokka ruslið og endurnýta sem mest.
• Að vera hagnýt varðandi allan rekstur skólans, t.d. hvað varðar orkunotkun, nýtingu á efniviði og að gera hagstæðari innkaup.
• Að kynna fyrir öðrum hvað skólinn gerir í umhverfismálum.
• Að skerpa á því að skilja bíla ekki eftir í lausagangi.
• Að börnin upplifi náttúruna og læri að umgangast hana af virðingu.
• Að börnin kynnist fuglavernd.