Bæði hlátur og grátur í gær.

Mynd: Þorgils

Stelpurnar í körfunni fengu deildarmeistaratitilinn afhentan í gær og strákarnir sigldu nær því að tryggja 2.sætið eftir öflugan sigur.

Lengjubikarinn í fótbolta er í fullum gangi þessa dagana. Strákarnir eru í 2. – 4.sæti eftir 4 leiki og stelpurnar í efsta sæti eftir sigur á Álftanesi.

Ég reikna með að margir séu ennþá með óbragð í munninum eftir úrslit gærkvöldins í handboltanum og í framhaldi af niðurstöðu aganefndar hefur deildin sent kæru til dómstóla HSÍ. Sambandið hefur móttekið kæruna.

Af frammistöðu liðsins verður ekki svitadropi tekinn og það er sárt að hafa þurft að sætta sig við að horfa á úrslitaleikinn í stofunni.

Ég ætla að hvetja alla til að mæta á leik 3.fl karla gegn FH í bikarúrslitum á morgun í Laugardalshöll kl. 16:00.

Dolluna heim!

PS. Takk og aftur takk fyrir stuðninginn í gær. Við sýndum það að Grafarvogurinn mætir þegar kallið kemur!

#FélagiðOkkar

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.