Auður – hagfræði fyrir íslenska þjóð, lýsir á aðgengilegan hátt helstu hugtökum í hagfræði, hvernig þau eru notuð og ég lagði áherslu á að hafa alls konar fróðleik og upplýsingar með til að brjóta upp efnið auk þess sem ég setti dýpri yfirferð á sum efni en afmarkaði það þannig að fólk getur valið hvort það les það eða ekki án þess að missa samhengi í heildartextanum.
Bókin er gefin út í samstarfi við Stofnun um fjármálalæsi sem meðal annars gaf út bókina Ferð til fjár og gerði samnefnda sjónvarpsþætti. Það er útgáfufélagið Guðrún sem gefur bókina út.