Hinn efnilegi 15 ára skákmaður úr Fjölni, Oliver Aron Jóhannesson, tók þátt í hinu geysivinsæla alþjóðlega skákkmóti London Ches Classic í London, dagana 7. – 15. desember. Tefldar voru níu umferðir á mótinu og þrátt fyrir ungan aldur náði Oliver Aron 4,5 vinningum sem hækkar hann á skákstigum um 27 stig. Oliver Aron er með 2078 ELÓ skákstig en var að tefla eins og skákmaður með 2245 vinninga eða skákstig. Alls tóku 191 skákmenn þátt í mótinu og lenti OLiver Aron í sæti rétt fyrir ofan miðju. Frammistaða Olivers Arons á London Classic sýnir og sannar að drengurinn á mikið inni og ætti fyrr en varir að vera kominn með 2200 aljóðleg skákstig. Þess má geta að Oliver Aron hefur sigrað á öllum skákmótum Fjölnis á árinu.
- HEIM
- FRÉTTIR
- MYNDIR
- HVERFIÐ OKKAR
- AÐSENT EFNI
- ÍÞRÓTTIR
- UM OKKUR