Aðventuhátíðin í Grafarvogskirkja Grafarvogi var vel heppnuð að vanda. Salvör Nordal talaði um þögnina, Stúlknakórinn var frábær eins og alltaf,Hólmfríður söng einsöng með Voxinu sem galddi móðurhjartað, Kirkjukórinn er alltaf góður og ein af stórstjörnum kvöldsins var Þóra Björg sem söng eins og engill.
Því miður tók ég engar myndir úr Jólagospelinu sem var í Borgó í dag en þar voru yfir 130 manns í jólagospelsveiflu og Vox Populi flott þrátt fyrir nokkuð mikil forföll kórfélaga. Kórinn er bara svo góður að hann klikkar aldrei.
Aðventan byrjar vel!
- HEIM
- FRÉTTIR
- MYNDIR
- HVERFIÐ OKKAR
- AÐSENT EFNI
- ÍÞRÓTTIR
- UM OKKUR