Aðventuhátíð Grafarvogskirkju verður sunnudaginn 1. desember kl. 20:00. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, flytur hugleiðingu. Fermingarbörn lesa guðspjall dagsins. Við syngjum jóla- og aðventusálma. Kórar kirkjunnar og Barna- og unglingakór kirkjunnar flytja söngatriði.
Sunnudagaskóli kl. 11:00 í Grafarvogskirkju 1. desember. Umsjón hafa séra Sigurður Grétar Helgason, Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson. Hlustum á aðventusögu, syngjum jólalög og fáum límmiða.
Selmessa kl. 13:00 í Kirkjuselinu. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Vox Populi leiðir söng.