Aðventuhátíð verður í Grafarvogskirkju í kvöld, 1. desember og hefst klukkan 20. Ræðumaður kvöldsins er Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Fermingarbörn flytja helgileik. Kór Grafarvogskirkju, Vox Populi og Stúlknakór Reykjavíkur koma fram. Stjórnendur Hákon Leifsson, Hilmar Örn Agnarsson og Margrét Pálmadóttir.
Þá kemur einnig fram Fiðlusveit Tónlistarskóla Grafarvogs en stjórnandi er Auður Hafsteinsdóttir. Einsöng flytja Þóra Björg Sigurðardóttir og undirleikari er Stefán Birkisson.
Prestar safnaðarins flytja bænarorð. Allir eru velkomnir.