Þó nokkur umferð var í Gufuneskirkjugarði í dag og aðstandendur að vitja leiða ástvina sinna. Á Þorláksmessu og aðfangadag milli kl. 9:00 – 15:00 eru starfsmenn KGRP til aðstoðar í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði, Kópavogskirkjugarði og Hólavallagarði. Þeir aðstoða fólk við að finna leiði og afhenda ratkort ef með þarf.
Aðalskrifstofa í Fossvogskirkjugarði, sími: 585 2700 og skrifstofan í Gufuneskirkjugarði, sími: 585 2770 eru opnar frá kl. 9:00 – 15:00 og geta aðstandendur fengið upplýsingar um leiði þar.