Fjölnishlaupið 2016
Fjölnishlaupið fór fram 26. maí við Grafarvogslaug.
Sigurvegarar í skemmtiskokki voru Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR og Mikael Daníel Guðmarsson ÍR. Í 10 km hlaupinu sigraði Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni kvennaflokkinn á tímanum 38:21, Andrea Kolbeinsdóttir ÍR varð önnur á tímanum 39:15 og Helga Guðný Elíasdóttir Fjölni varð þriðja á tímanum 41:29.
Þórólfur Ingi Þórsson ÍR sigraði karlaflokkinn á tímanum 34:09, Hugi Harðarson Fjölni var í öðru sæti á persónulegi meti 34:21 og Ingvar Hjartarson Fjölni varð þriðji á tímanum 35:25.
Frekar blautt var í veðri en hlauparar létu það ekki á sig fá. Fjöldi útdráttarverðlauna voru dregin út að loknu hlaupi. Nánari úrslit eru hér.
Á myndunum eru Arndís Ýr og Þórólfur sem unnu 10 km og Guðbjörg Jóna og Mikael Daníel sem unnu skemmtiskokkið.