Áfram Fjölnir! Hamar – Fjölnir, fimmtudag kl. 19:3
Leikmenn meistaraflokks karla, ásamt Hjalta þjálfara, stefna ótrauðir upp í efstu deild, Dominosdeildina. Þessa dagana fara fram undanúrslitin en það lið sem er á undan að vinna þrjá leiki kemst áfram í úrslitin. Eftir þrjár viðureignir Fjölnis og Hamars um sæti í úrslitum er staðan þannig að Fjölnir er með einn sigur en Hamar með tvo. Það er því ljóst að strákarnir okkar verða að fara með sigur af hólmi í leiknum annað kvöld til að ná fram oddaleik næsta laugardag. Leikurinn fer fram í Hveragerði á morgun fimmtudag 23. mars kl. 19:30.
Við og leikmenn meistaraflokks karla óskum eftir stuðningi á leiknum á morgun frá öllum iðkendum, forráðamönnum og öðrum stuðningsmönnum. Stuðningur úr stúkunni skiptir máli! Hvetjum drengina til dáða og fögnum sigri með þeim annað kvöld í Hveragerði.
50 manna rúta fer frá Dalhúsum kl. 18:00 – Frítt er í rútuna fyrir alla sem mæta í Fjölnisbúningi eða í einhverju gulu. Rútan fer til baka frá Hveragerði strax að leik loknum.
Hér er linkur á Facebook viðburð leiksins: https://www.facebook.com/events/772560646234994/
Endilega fylgist með starfi deildarinnar á Facebook og smellið á LIKE á Fjölnir karfa til að fá fréttaflæðið til ykkar: https://www.facebook.com/fjolnirkarfa/?fref=ts
Áfram Fjölnir!
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Fjölnis