Aðventuhátíð, bangsablessun og Selmessa
Það er fjölbreyttur sunnudagur framundan í Grafarvogssöfnuði.
Bangsablessun kl. 11:00 á efri hæð kirkjunnar. Við hvetjum börnin til að taka bangsana sína með í guðsþjónustu í kirkjuna. Umsjón með stundinni hafa séra Sigurður Grétar Helgason, Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.
Selmessa í Kirkjuselinu kl. 13:00. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar. Vox Populi leiðir söng og organisti er Hilmar Örn Agnarsson.
Aðventuhátíð kl. 20:00. Guðmundur Andri Thorsson flytur hugvekju. Fermingarbörn lesa ritningarvers. Kór Grafarvogskirkju, Vox Populi og barnakór Grafarvogskirkju syngja. Stjórnendur kóranna eru Hákon Leifsson, Hilmar Örn Agnarsson og Sigríður Soffía Hafliðadóttir.