Breytingar á gjaldskrám um áramót
Borgarstjórn samþykkti gjaldskrárbreytingar á fundi sínum í gær, 15. desember.
JólaVox – Jólatónleikar Vox Populi
Miðvikudagskvöldið 16. desember ætlum við að eiga notalega kvöldstund í kirkjunni okkar, syngja jólalög og bjóða upp á heitt súkkulaði og smákökur eftir sönginn.
Tónleikarnir hefjast kl 20 og verða miðar seldir við innganginn á 2000 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Kórinn er þekktur fyrir létta og öðruvísi tónlist. Við munum meðal annars syngja útsetningar eftir Michael McGlynn, sem stjórnar írska sönghópnum Anúna, og Pentatonix sem er a cappella sönghópur sem tekur vinsæl lög og syngur þau án undirleiks.
Hilmar Örn Agnarsson stjórnar herlegheitunum, Kjartan Valdimars spilar á píanó, Gunnar Hrafns verður á kontrabassa og Kristinn Ágústsson beatboxari verður með okkur í tveimur lögum.
Komið og njótið með okkur kæru vinir og eigið notalega og gefandi stund með okkur.
Þriðji sunnudagur í aðventu 13. desember
Grafarvogskirkja
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00
Séra Guðrún Karls Helgudóttir og Þóra Björg Sigurðardóttir hafa umsjón. Undirleikari er Stefán Birkisson.
Jólaball og jólasveinar.
Kirkjuselið
Selmessa kl. 13.00.
Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar fyrir altari.
Vox Populi syngur.
Organisti: Hilmar Örn Agnarsson.
Sunnudagskóli á sama tíma.
Umsjón hefur Rósa Ingibjörg Tómasdóttir
Undirleikari: Stefán Birkisson
Þriðji sunnudagur í aðventu 13. desember
Grafarvogskirkja 
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00
Séra Guðrún Karls Helgudóttir og Þóra Björg Sigurðardóttir hafa umsjón. Undirleikari er Stefán Birkisson.
Jólaball og jólasveinar.
Kirkjuselið
Selmessa kl. 13.00.
Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar fyrir altari.
Vox Populi syngur.
Organisti: Hilmar Örn Agnarsson.
Sunnudagskóli á sama tíma.
Umsjón hefur Rósa Ingibjörg Tómasdóttir
Undirleikari: Stefán Birkisson
Hátíðleg kirkjuheimsókn Rimaskóla í Grafarvogskirkju
Nemendur í 1. – 7. bekk Rimaskóla áttu saman góða stund í Grafarvogskirkju þegar hin árlega heimsókn í kirkjuna var farin á fögrum vetrarmorgni. Jólin eru í nálægð og fjölmargir nemendur skólans fluttu glæsileg tónlistar-og söngatrið auk upplesturs. Inn á milli atriða sungu allir krakkarnir saman uppáhaldsjólalögin sín sem þau hafa verið að æfa undir stjórn Rakelar Maríu tónmenntakennara.
Tóku krakkarnir hraustlega undir í viðlaginu „Jólin hér, jólin þar, jólin þau eru alls staðar“ og englaraddir þeirra ómuðu um kirkjuna þegar jólalag Rimaskóla, „Guð verndar og vakir“ var sungið í lok dagskrárinnar. Nemendur Rimaskóla sem fylltu alla bekki kirkjunnar stóðu sig afar vel í heimsókninni og voru skólanum sínum og kennurum til mikils sóma.
Það var sóknarpresturinn okkar Sr. Vigfús Þór Ingvarsson sem tók á móti Rimaskólakrökkum en dagskránni stjórnaði skólastjórinn Helgi Árnason.
Skoða myndir frá heimsókninni hér….
Breytt sorphirða í Reykjavík
Nú standa yfir breytingar á sorphirðu í Reykjavík sem stuðla eiga að aukinni endurvinnslu í takt við stefnu Reykjavíkurborgar í umhverfismálum.
Græn tunna fyrir plast
Við bjóðum nú borgarbúum upp á græna tunnu undir plast til að auðvelda flokkun á endurnýtanlegu plasti. Með flokkun eykst endurvinnsla plasts og magn urðaðs úrgangs minnkar – okkur öllum til hagsbóta. Gjald fyrir græna tunnu verður 8.400 krónur á ári og verður hún losuð á 21 dags fresti líkt og bláa tunnan. Borgarbúar sem ekki kjósa græna tunnu hafa val um að koma plasti sjálfir á næstu grenndar- eða endurvinnslustöð og geta þar með sparað sér gjaldið.
Breytt hirðutíðni
Frá áramótum verða gráar tunnur undir blandaðan úrgang tæmdar á 14 daga fresti í stað 10. Þessi breyting tekur mið af þeirri rúmmálsminnkun sem söfnun plasts við heimili mun leiða af sér og eftir hana verður hirðutíðnin í takt við það sem tíðkast í nágrannasveitarfélögum borgarinnar.
Ný grá spartunna
Við kynnum einnig til sögunnar nýja spartunnu fyrir blandaðan úrgang. Hún er mjórri en sú hefðbundna gráa og tekur 120 lítra í stað 240. Spartunnan er losuð jafn oft, eða á 14 daga fresti frá áramótum. Gjald fyrir spartunnu verður 11.800 kr. á ári sem er 9.500 kr. lægra en fyrir gráa tunnu.
Hvernig samsetning hentar þér?
Þú getur pantað græna tunnu eða spartunnu og gert aðrar breytingar á þinni tunnusamsetningu með einu símtali við þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111 eða með tölvupósti á sorphirda@reykjavik.is
Nánari upplýsingar um allt sem lýtur að sorphirðu og flokkun er að finna á Ekki Rusl
Fullur salur iðkenda á jólaskákæfingunni
Mikil aðsókn hefur verið á allar skákæfingar Fjölnis í vetur. Krakkarnir sem eru flestir á miðstigi hafa tekið miklum framförum og í hópnum eru jafnir og góðir skákmenn sem allir geta unnið hvern annan á góðum degi.
Mikill fjöldi stúlkna hefur sótt æfingarnar enda unnu Rimaskóli og Foldaskóli stúlknaflokkana á Jólaskákmóti SFS og TR örugglega um sl. mánaðamót.
Það var hart barist við 20 skákborð á jólaskákæfingu deildarinnar sem Helgi Árnason formaður skákdeildar og landsliðskonan unga Hrund Hauksdóttir stjórnuðu. Joshua Davíðsson 10 ára sigraði með fullu húsi vinninga í drengjaflokknum og jafnaldra hans Ylfa Ýr Welding í stúlknaflokki, einnig með sigur í öllum skákum.
Krakkarnir sem mæta á skákæfingar Fjölnis eru flest með 100% mætingu.
Jólabingó fyrir krakka í 5.-7.bekk í Grafarvogi
Á morgun í 10-12 í Sigyn er Jóla bingó.
Upphaflega var það auglýst í Hlöðunni við Gufunesbæ en búið er að breyta staðsetningunni og verður það haldið í Sigyn í Rimaskóla.
Viðburðurinn er fyrir alla í 5.-7.bekk í Grafarvogi.
Skráningin í klifur 22.desember er einnig ennþá í fullum gangi á tinnah@reykjavik.is
Kær kveðja, starfsfólk Sigynjar Njörður, Tinna, Helgi & Hera
Njörður Njarðarson Rimaskóli
Allar æfingar hjá Fjölni falla niður vegna veðurs
Í dag, mánudaginn 7 desember, hefur verið ákveðið að fresta öllum æfingum hjá Fjölni vegna veðurs.
Engar æfingar í Egilshöll, Dalhúsum né öðrum húsum á vegum félagsins.
Hvetjum alla til að fylgjast með á veður.is


















