Hérna má nálgast ársskýrslu Fjölnis 2016
Aðalfudur var haldinn 16.febrúar í Sportbitanum í Egilshöll.
Þar með er öllum aðalfundum í félaginu lokið og nýjar stjórnir að taka til starfa.
Jón Karl Ólafsson, formaður bauð fólk velkomið og var Örn Pálsson kosinn fundarstjóri og Laufey Jörgensdóttir fundarritari.
Jón Karl, formaður fór yfir skýrslu stjórnar og síðan fór Guðmundur L, framkvæmdastjóri yfir reikningana en þar kom fram að afkoma félagsins er vel viðundandi eins og hjá flestum deildum félagsins. Heildar velta félagsins er nærri 700 mill.
Framundan eru spennandi tímar hjá Fjölni með frekari uppbyggingu í Egilshöll og byggingu stúku á EXTRA vellinum okkar ásamt mörgum öðrum verkefnum sem styrkja munu starf félagsins.
Sveinn Þorgeirsson úr handboltadeildinni var heiðraður með starfsmerki UMFÍ, en það var Guðmundur Sigurbergsson, varamaður í stjórn UMFÍ sem veitti viðurkenninguna en hann var ásamt Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ á fundinum.
Einnig voru veitt Gull- og silfurmerki félagsins,
Gullmerki nr. 22 Óskar Hlynsson
Silfurmerki nr. 147 Unnur Sigurðardóttir
Silfurmerki nr. 148 Þorgils Garðar Gunnþórsson
Silfurmerki nr. 149 Örn Pálsson
Silfurmerki nr. 150 Matthías Leifsson
Silfurmerki nr. 151 María S Jensen Baldursdóttir
Silfurmerki nr. 152 Sighvatur Gunnar Haraldsson
Silfurmerki nr. 153 Líney Björg Sigurðardóttir
Jón Karl Ólafsson var kosinn formaður félagsins með dynjandi lófaklappi.
Ný stjórn var kosin,
Laufey Jörgensdóttir
Elísa Kristmannsdóttir
Birgir Gunnlaugsson
Sveinn Ingvarsson
Pétur Veigar Pétursson
Styrmir Freyr Böðvarsson
Pétur Veigar og Styrmir Freyr koma nýir inn í stjórnina en úr stjórninni fara Ólöf Inga Guðbjörnsdóttir og Kristján Friðrik Karlsson.
Nýja stjórnin mun svo skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi sínum.
Við viljum þakka öllu fráfarandi stjórnarfólki fyrir samstarfið og bjóðum nýtt velkomið til starfa.