Síðasta æfing skákdeildarinnar á þessu ári var mjög fjölmenn og skemmtileg jólaskákæfing. Teflt var í þremur flokkum, eldri og yngri flokk auk stúlknaflokks.
Í stúlknaflokki stóð sig best Kelduskólaskákdrottningin Rakel Björgvinsdóttir og í yngri flokk Jón Emil efnilegur skákmaður úr Vættaskóla. Í eldri flokk voru 14 þátttakendur sem allir eru farnir að tefla af mikilli færni. Þar varð efstur Kristján Dagur Jónsson úr Langholtsskóla með fullt hús en í næstu sæti röðuðu sér bekkjarbræður úr 6. bekk Rimaskóla, Joshua, Ríkharð Skorri, Arnór og Anton Breki.
Í lok æfingar voru allir þátttakendur leystir út með jólagjöfum, stórum poka með sælgæti og ýmsum skemmtilegum hlutum. Það voru þau Steinn og Vala foreldrar í deildinni sem útveguðu þessa myndarlegu gjafir auk þess sem þau sáu líka um veitingarnar á þessari skemmtilegu æfingu.
Um 25 – 30 skákkrakkar á öllum aldri sækja að jafnaði skákæfingar Fjölnis í Rimaskóla alla miðvikudaga frá kl. 16:30 – 18:00. Fyrsta æfingin á árinu 2017 verður miðvikudaginn 11. janúar.