Nemendur í 2. bekk spiluðu fyrir gesti á sal í dag. Helga Vala spilaði á blokkflautu, Herdís Hörn, Freydís Klara og Eyrún Anna spiluðu á píanó. Bekkurinn kynnti síðan fyrir okkur sögupersónuna Línu Langsokk og sungu lagið um Línu. Allir nemendurnir stóðu sig mjög vel og var gaman að hlusta á þau.
Krakkar frá leikskólanum Klettaborg komu í heimsókn og tóku þátt í samsöng.