Grafarvogur

Látum okkur málin varða

Íbúaráð Grafarvogs óskaði eftir aukafundi í ráðinu sem fer fram fimmtudaginn 24. september klukkan 16:00. Óskað var eftir þessum fundi til þess að ræða þrjú mikilvæg málefni sem snerta íbúa Grafarvogs. Þessi mál eru breytingar á skóla- og frístundastarfi í norðanverðum
Lesa meira

Skátafélagið Hamar hefur breytt um nafn og heitir nú Vogabúar.

Við þetta tilefni birtum við glænýja vefsíðu félagsins https://www.vogabuar.is og bjóðum 50% afslátt af félagsgjöldum fyrstu önnina 7.500kr í stað 15.000kr. Nafnið ætti að vera eldri Grafarvogsbúum kunnugt þar sem annar helmingur félagsins hét Vogabúar við stofnun 1988 og allt
Lesa meira

Halló KORPÚLFAR.

Viljum minna ykkur á heimasíðu KORPÚLFA, en þar er að finna nánast alla helstu viðburði til áramóta.www.korpulfar.is 77 Follow
Lesa meira

Kæra Fjölnisfólk.

Í Grafarvogi fer fram mjög öflugt íþróttastarf svo eftir er tekið víða um land. Knattspyrnudeildin fer þar einna fremst á meðal. Mikil áhersla er lögð á að allt barna- og unglingastarf Fjölnis skili sér í frambærilegum ungmennum og því til staðfestingar má benda á þæ
Lesa meira

Skákbúðir skákdeildar Fjölnis í boði skákdeildarinnar og Reykjavíkurborgar

Sælir Skákforeldrar og skákmeistarakrakkar í Fjölni: Skákdeild Fjölnis hefur í nokkur skipti staðið fyrir skákbúðum yfir tvo daga og eina nótt úti á landsbyggðinni, Úlfljótsvatni, Vatnaskógi og í Vestmannaeyjum. Í öll skiptin hefur vel tekist til. Síðast var efnt
Lesa meira

LEIKLIST Í GRAFARVOGI

Skráning er opin á haustnámskeið Leynileikhússins 2020 á www.leynileikhusid.is. Námkskeiðin eru í Rimaskóla á þriðjudögum og í Húsaskóla á fimmtudögum. RIMASKÓLI Á ÞRIÐJUDÖGUMKl. 16.00-17.00 / 2.-3. bekkur / almennt námskeið / kennt í tómstundarými skólansKl. 17.00-18.00 /
Lesa meira

Skákæfingar Fjölnis hefjast 10. september

Hinar vinsælu skákæfingar Fjölnis hefjast að nýju fimmtudaginn 10. september í Rimaskóla kl. 16.30 – 18.00. Gengið inn um íþróttahús. Skákæfingar Fjölnis eru vikulega og ókeypis fyrir alla áhugasama grunnskólakrakka í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal. Ætlast er til að
Lesa meira

Ný tilkynning vegna núverandi takmörkun á samkomum

14. ágúst tók í gildi ný auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem heilbrigðisráðuneytið birti 12. ágúst sl. Auglýsingin gildir til 27. ágúst kl. 23:59. Markmið breytinganna sem nú taka gildi er sem fyrr að hægja eins og unnt er á útbreiðslu
Lesa meira

Úthlutun á hagkvæmu húsnæði í Gufunesi

Þorpið vistfélag úthlutaði í dag fyrstu 43 íbúðum félagsins til ungs fólks og fyrstu kaupenda í Gufunesi. Samhliða úthlutun á fyrstu íbúðunum í Gufunesi var tilkynnt um lækkun á verði íbúðanna. Alls vildu 132 einstaklingar fá íbúð í þessum fyrsta áfanga, en 82 náðu greiðslumati
Lesa meira

Undirbúningur fyrir skólastarfið kominn á fullt

Stjórnendur eru farnir að undirbúa skóla- og frístundastarfið sem hefst 24. ágúst og er gert ráð fyrir því að það verði með hefðbundnum hætti. Óvenjumargir nýir skólastjórnendur eru að hefja störf þetta haustið.  Grunnskólum borgarinnar fjölgar þetta haustið úr 36 í 38 þar
Lesa meira