Ný tilkynning vegna núverandi takmörkun á samkomum

14. ágúst tók í gildi ný auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem heilbrigðisráðuneytið birti 12. ágúst sl. Auglýsingin gildir til 27. ágúst kl. 23:59. Markmið breytinganna sem nú taka gildi er sem fyrr að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 (tekið af vef isi.is).

Stærsta breytingin sem snýr að íþróttahreyfingunni er 6. grein auglýsingarinnar sem á við um nálægðartakmarkanir í íþróttum. Sérsambönd ÍSÍ eiga að setja sér reglur í samstarfi við ÍSÍ um framkvæmd æfinga og keppna í sínum greinum þannig að snertingar séu heimilar (tekið af vef isi.is).

Almenna reglan er sú að áhorfendur eru ekki leyfðir á íþróttaviðburðum hjá iðkendum fædd árið 2004 og fyrr, þann tíma sem auglýsingin gildir, samanber minnisblað sóttvarnalæknisÁ íþróttaviðburðum yngri iðkenda gildir 100 manna fjöldatakmörkun og 2 metra fjarlægð.

Samantekt og áherslupunktar:

  • Virðum 2 metra regluna á íþróttasvæðinu okkar, þetta á við um öll rými s.s. búningsklefa, íþróttsali og fundarými.
  • Hugum að einstaklingsbundnum sóttvörnum og smitvörnum. Handþvottur og spritt og notkun gríma ef það er ómögulegt að viðhalda 2 metra fjarlægð.
  • Forðumst blöndun flokka og hópa.
  • Forðumst margmenni að óþörfu og höldum áfram að vera skynsöm.
  • Höldum í bjartsýni og jákvæðni, það er gott að brosa.

Reglur KSÍ um sóttvarnir vegna COVID-19

Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

Minnisblað sóttvarnalæknis til ráðherra, dags. 11. ágúst

Reglur HSÍ og KKÍ um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna COVID-19

Reglur annarra sérsambanda sem hafa fengið samþykki ÍSÍ og sóttvarnarlæknis

Með Fjölniskveðju,

Virðing – Heilbrigði – Samkennd – Metnaður

Arnór Ásgeirsson | Markaðsfulltrúi Fjölnis

Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Sími: 578 2700

arnor@fjolnir.is | www.fjolnir.is

Fjölnir á FACEBOOK

#FélagiðOkkar


Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.