Fjölskyldustundir | Lífsmennt – Borgarbókasafnið Spöngin 16.okt kl: 14-15

Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir ætlar að koma til okkar og vera með fyrirlestur um lífsgildi.

Hún ætlar að fjalla um þau lífsgildi sem henta yngstu börnum, sem eru yngri en þriggja ára.

Á fyrstu árum ævinnar læra börn hratt og mikið. Áhrif umhverfisins á nám barna eru mikil og fyrirmyndir spila stórt hlutverk. Börnin vilja oft endurtekningu á sama hlutnum eða sama efninu. Lestur bóka er þar engin undantekning. Bækur verða fljótt hluti af daglegri rútínu, undirbúningi fyrir svefn, leik eða notalegri stund. Bækur eru bæði nýttar til yndislesturs og sem námsefni.

Fjallað er um lífsgildi og dygðir sem henta yngstu börnum leikskólans og sem eflir siðvit barnanna og hjálpar þeim að verða betri einstaklingar.

Enginn aðgangseyrir er á viðburðinn, heitt frítt kaffi er á könnunni og allir eru velkomnir.

 

 

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.