- HEIM
- FRÉTTIR
- MYNDIR
- HVERFIÐ OKKAR
- AÐSENT EFNI
- ÍÞRÓTTIR
- UM OKKUR
Knattspyrnudeild Fjölnis og Hummel hafa endurnýjað samstarf til næstu fjögurra ára. Fjölnir mun því spila áfram í Hummel búningum til a.m.k. ársins 2022. Samstarfið við Hummel hefur verið farsælt í gegnum árin og hefur þjónustan hjá hummel sífellt verið að aukast. Nú nýlega opnuðu forsvarsmenn Hummel á Íslandi verslunina Sport 24 í Sundaborg 1 og þar er nú komin stórglæsileg alhliða íþróttavöruverslun. Samhliða þessari fjögurra ára framlengingu á Hummel samningnum þá gerist SPORT 24 Ísland myndarlegur styrktaraðili knattspyrnudeildar til næstu fjögurra ára.
Á myndinni, sem tekin var þegar samningurinn var handsalaður, eru Árni Hermannsson formaður knattspyrnudeildar, Ásta Björk Matthíasdóttir búningastjóri knattspyrnudeildar, Júlíus Óskar Ólafsson frá DanSport/Hummel og Georg Birgisson frá SPORT24.
Vígsluhátíð Fjölnishallar, nýja íþróttahúsinu okkar, fer hátíðlega fram þriðjudaginn 27. nóvember.
Við byrjum stundvíslega kl. 15:30
💛 Allir iðkendur Fjölnis mæta í knatthúsið kl. 15:00 í Fjölnisfatnaði
💛 Skrúðganga frá knatthúsinu inn í nýja íþróttahúsið okkar
💛 Ingó Veðurguð syngur Fjölnislagið
💛 Ávarp gesta
💛 Boðhlaup á milli iðkenda Fjölnis
💛 Allir iðkendur leystir út með ís við útganginn úr salnum kl. 16:15
Guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11:00. sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Grafarvogskirkju syngur. Stjórnandi er Hákon Leifsson.
Bangsadagur verður í Sunnudagaskólanum sem er á sínum stað á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Dans, söngvar, sögur. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón.
Selmessa með altarisgöngu í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00. sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar. Vox Populi syngur og undirleikari er Hilmar Örn Agnarsson.
Verið öll hjartanlega velkomin!
Dagur (ó)Orðsins verður í Grafarvogskirkju sunnudaginn 18. nóvember kl. 10:00 – 13:00. Dagskráin verður tileinkuð verkum Megasar. Á milli kl. 10:00 – 11:00 mun sr. Arnaldur Máni Finnsson flytja erindi um Megas og einnig verða valin tónlistaratriði flutt. Magga Stína söngkona og Hákon Leifsson organisti flytja tónlistina eftir Megas.
Guðsþjónusta hefst kl. 11:00. Séra Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur þjónar ásamt messuþjónum og sr. Arnaldur Máni Finnsson prédikar. Kór Grafarvogskirkju syngur ásamt Möggu Stínu söngkonu. Organisti og kórstjóri er Hákon Leifsson.
Að lokinni dagskrá verður boðið upp á léttar veitingar.
Á sama tíma verður sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hefur Pétur Ragnhildarson.
Selmessa verður í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00. sr. Grétar Halldór Gunnarsson þjónar. Vox Populi syngur og undirleikari er Hákon Leifsson.
Verið öll hjartanlega velkomin!
Kvöldopnun á Korpúlfsstöðum í aðdraganda aðventu er viðburður sem lýsir upp skammdegið og notaleg stemning ríkir í gamla stórbýlinu þegar listamenn taka á móti gestum.
Samsýning KorpArt og Rósuveitingar á Kaffistofu
Jólaleikurinn “Gyllta askjan” verður ræstur í Galleríi Korpúlfsstaða. Viðskiptavinir gallerísins geta átt von á óvæntum glaðningi í desember.
Jólahappdrætti Leirlistafélagsins í Austurporti.
Tónlist ómar um allt hús.
Verið velkomin – KorpArt
Sýningin tvennd er samstarfsverkefni þeirra æskuvinkvenna Ragnheiðar Ragnarsdóttur arkitekts og myndlistarmanns og Sigríðar Ágústsdóttur leirlistarmanns og leiðsögumanns.
Sýningin er framhald sýningar þeirra í Safnasafninu í Eyjafirði, sumarið 2017.
„Samvinna okkar er byggð á sameiginlegri reynslu, gömlum kynnum, auknum þroska og aldri. Leiðir okkar í listinni lágu saman í listaskóla í Suður- Frakklandi og hafa verið í austur og vestur, töluvert andstæðar, hvað efni hugmyndir og handbragð snertir. Með tímanum höfum við fundið taktinn, sáttar við að láta sköpunarkraftinn ráða för í sjálfu ferlinu. Efniviðurinn og átökin við formið nægja okkur að lokapunkti. Vinnum í sundur, en þegar saman er komið, finnst okkur sem verkin haldist í hendur.“
Á sýningunni tvennd eru olíumálverk Ragnheiðar og handmótuð leirverk Sigríðar.
Sýningin stendur til áramóta.
Verið öll velkomin á opnun sýningarinnar á Degi íslenskrar tungu, föstudaginn 16. nóvember kl. 16:00!
Hin unga Skákdeild Fjölnis hefur forystu í 1. deild eftir fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga 2018 – 2019. Framúrskarandi frammistaða Fjölnis í fyrri hluta mótsins sá enginn fyrir. Skáksveit Fjölnis er samkvæmt skákstigum fjórða efsta skáksveitin og því er árangurinn um helgina enn þá ánægjulegri. Sjö af átta liðsmönnum Fjölnis hækka á stigum fyrir frammistöðuna.
Fjölnir vann stórsigur á Skákdeild KR 7½-½ í 5. umferð og heldur forystunni. Síðari hluti mótsins fer fram dagana 28. febrúar – 2. mars. 2019
Sjá nánar hérna á skak.is ……..