Íslensku jólasveinarnir mæta til byggða

Íslensku jólasveinarnir eru jólavættir af tröllakyni og voru upphaflega hafðir til að hræða börn dagana fyrir jól. Foreldrar þeirra eru Grýla og Leppalúði og er Jólakötturinn húsdýrið þeirra. Upprunalega voru þeir ekkert í líkingu við alþjóðlega jólasveininn eins og hann birtist í dag, síðskeggjaður, klæddur rauðum fötum og gefandi krökkum gjafir. En á 20. öldinni runnu þeir smámsaman saman við hann með tímanum og í dag eru þeir ekki sömu tröllin eins og þeim er upphaflega lýst.

Hugmyndir um útlit jólasveinanna hefur verið breytilegt í gegnum aldirnar. Í fyrstu eru þeir taldir tröllum líkir. Þeim var líst að þeir væru klofnir upp í háls, með klær fyrir fingrum, kringlótta fætur og engar tær. Þeir voru sagðir illir að eðlisfari og líkastir púkum og lifa mest á blótsyrðum manna og óvönduðum munnsöfnuði. Þeir voru sagðir rógsamir og rángjarnir, einkum á börn. Síðar í nokkurnvegin mannsmynd en stórir, ljótir og luralegir.

Smámsaman tóku þeir þó á sig nokkuð eðlilega mannsmynd og má telja líklegt að myndir Tryggva Magnússonar við jólsveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum endurspegli nokkuð hugmyndir manna um þá á þessu síðasta skeiði. Upp úr aldamótum 1900 taka þeir hinsvegar smám saman að fá æ meiri svip af fyrirmynd hins alþjóðlega jólasveins, heilögum Nikulási, bæði hvað snertir útlit, klæðaburð og innræti. Þeir verða vinir barnanna, færa þeim gjafir, syngja fyrir þau og segja sögur sem þeir hefðu aldrei gert hér áður fyrr. Mun kaupmannastéttin beint eða óbeint hafa stuðlað mjög að þessu með því að nota þá í jólaauglýsingum að erlendri fyrirmynd. Þessi þróun hófst fyrst í bæjum, en miklu síðar í sveitum.

Nöfn jólasveinanna:

 1. Stekkjarstaur kemur 12. desember.
 2. Giljagaur kemur 13. desember.
 3. Stúfur kemur 14. desember.
 4. Þvörusleikir kemur 15. desember.
 5. Pottaskefill kemur 16. desember, almennt kallaður Pottasleikir
 6. Askasleikir kemur 17. desember.
 7. Hurðaskellir kemur 18. desember.
 8. Skyrjarmur kemur 19. desember, almennt kallaður Skyrgámur
 9. Bjúgnakrækir kemur 20. desember.
 10. Gluggagægir kemur 21. desember.
 11. Gáttaþefur kemur 22. desember.
 12. Ketkrókur kemur á Þorláksmessu, 23. desember.
 13. Kertasníkir kemur á aðfangadag, 24. desember.

Lesa meira um jólasveina

 

 

 

 

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.