• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Helgihald Biblíudagsins 24. febrúar

23 feb 2019
Baldvin Berndsen
0
Biblíumessa, Grafarvogskirkja, Grafarvogur., Prestar, Sókn

Á sunnudaginn kemur er Biblíudagurinn í kirkjum landsins.  Í tilefni af því þá munum við segja frá spennandi verkefni í guðsþjónustum dagsins. Verið er að koma Nýja testamentinu á hljóðrænt form svo hægt verði að hlusta á það í snjalltækjum og á öðrum fjölbreyttum miðlum. Búið er að stofna til hófjármögnunar sem við hvetjum alla til að taka þátt í! Hægt er að styðja við verkefnið með því að smella hér: Hópfjármögnum

Messa í Grafarvogskirkju

Messa í Grafarvogskirkju klukkan 11:00. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar og Guðrún Eggertsdóttir guðfræðinemi prédikar. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti er Hákon Leifsson.
Kaffisopi eftir messu!

Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn er á sínum stað á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Dans, söngvar, skemmtilegar sögur og nú hvetjum við ykkur að koma með hatt því það er hattadagur. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón og Stefán Birkisson leikur á píanó.

Selmessa í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00

Selmessa með Harry Potter þema verður í Kirkjuselinu klukkan 13:00. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar og Vox Populi syngur. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.
Kaffisopi eftir messu!

Email, RSS Follow

Vetrarfrí grunnskólum Reykjavíkur

21 feb 2019
Baldvin Berndsen
0
Börn, Grafarvogur., Krakkar, Netsofnun, Redder.is, Rimaskóli, Skóla og frístundasvið, Stólpigamar, Vetrarfrí

Mánudaginn 25. febrúar og þriðjudaginn 26. febrúar verða vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur. Að því tilefni verða ýmsir viðburðir fyrir fjölskylduna um og eftir helgi. Fjölskyldan er hvött til að vera saman í vetrarfríinu og foreldrar/forráðamenn geta sótt ókeypis frístund og menningu séu þau í fylgd barna. Hægt er að sjá dagskrá í viðhengi og/eða á eftirfarandi slóð, https://reykjavik.is/frettir/vetrarfri-grunnskolum-reykjavikur

Góð kveðja,
skóla- frístundasvið Reykjavíkurborgar

Email, RSS Follow

Helgihald 17. febrúar

15 feb 2019
Baldvin Berndsen
0
Grafarvgskirkja, Messa, Prestar

Messa í Grafarvogskirkju

Grafarvogskirkja

Messa með altarisgöngu í Grafarvogskirkju klukkan 11:00. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar og kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti er Hákon Leifsson

Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn er á sínum stað á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Dans, söngvar og skemmtilegar sögur. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón og Stefán Birkisson leikur á píanó.

Selmessa í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00

Selmessa verður í Kirkjuselinu klukkan 13:00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson þjónar og Vox Populi syngur. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.

Email, RSS Follow

Jói Fel opnar bakarí í Spönginni

14 feb 2019
Baldvin Berndsen
0

Bakaríið Hjá Jóa Fel var stofnað 5.nóvember 1997. Bakaríið byrjaði á Kleppsvegi 152 og var starfsemin þar í 10 ár. Nú er bakaríið í Holtagörðun og er búið öllum bestu tækjum sem völ er á í handverksbakaríi.

Bakaríið er með fjögur útibú í Holtagörðum, Smáralind, Litlatúni í Garðabæ og í JL húsinu við Hringbraut. Um 70 manns starfa í bakaríinu og fer öll framleiðsla fram í Holtagörðunum.

Öll brauð eru bökuð í steinofni sem gerir þau bragðbetri með einstaklega góðri skorpu. Veisluþjónusta er stór hluti af rekstinum og eru tækifæristerturnar okkar mjög vinsælar.

Öll brauð eru bökuð í steinofni sem gerir þau bragðbetri með einstaklega góðri skorpu. Veisluþjónusta er stór hluti af rekstinum og eru tækifæristerturnar okkar mjög vinsælar.

Sjá fleiri myndir hér að neðan

Email, RSS Follow

Setning Vetrarhátíðar – Passage

08 feb 2019
Baldvin Berndsen
0
Grafarvogur., Mannlíf, Reykjavík, Skemmtilegt, Vetrarhátíð

Vetrarhátíð verður sett við Hallgrímskirkju 7.febrúar með sýningu á verkinu Passage eftir listamannahópinn Nocturnal frá Nýja Sjálandi og er unnið í samvinnu við List í ljósi. Verkinu verður varpað á Hallgrímskirkjuturn. Unnið er með íslenska arfleið og mun verkið vekja turninn til lífsins með mynd og hljóði. Gestir geta svo slegist í hóp kyndlaberandi víkinga frá víkingafélaginu Rimmugýgi og arkað með þeim niður Skólavörðustíg og þaðan niður á Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús. Verkið verður til sýnis öll kvöld á hátíðinni frá kl 19-23.

Nánari Upplýsingar…..

Email, RSS Follow

Markaðsfulltrúi Fjölnis

04 feb 2019
Baldvin Berndsen
0
Fjölnir, Grafarvogur., Íþróttir, Markaðsfulltrúi, Markarðsfulltrúi Fjölni

Arnór Ásgeirsson sem sinnt hefur starfi rekstarstjóra handknattleiksdeildar síðan júní 2017 hefur tekið við nýjum verkefnum innan félagsins.

Hann hefur hafið störf sem markaðsfulltrúi Fjölnis og mun m.a. vinna náið með öllum deildum félagsins í markaðs- og kynningarmálum.

Arnór er með netfangið arnor@fjolnir.is

#FélagiðOkkar

Email, RSS Follow

Helgihald sunnudagsins 3. febrúar

03 feb 2019
Baldvin Berndsen
0
Grafarvogskirkja, Kirkja, Logafold, Prestar, Sálmar

Messa í Grafarvogskirkju

Messa með altarisgöngu í Grafarvogskirkju klukkan 11:00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson þjónar, dr. Gregory Aikins prédikar og kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti er Hákon Leifsson

Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn er á sínum stað á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Dans, söngvar og skemmtilegar sögur. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón og Stefán Birkisson leikur á píanó.

Selmessa í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00

Selmessa verður í Kirkjuselinu klukkan 13:00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson þjónar, dr. Gregory Aikins prédikar og Vox Populi syngur. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Email, RSS Follow

Jazz í hádeginu I Guðmundur Pétursson – Nýtt og notað

29 jan 2019
Baldvin
0
Borgarbókasafnið Spönginni, Gaman, Grafarvogur., Guðmundur Pétursson, Jazz í hádeginu., Laugardags jazz, Mannlíf í Grafarvogi

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Spönginni 41, 112 Reykjavík
Laugardaginn 9. febrúar kl. 13.15-14.00
Ókeypis aðgangur

Tónleikarnir verða einnig í Grófinni fimmtudaginn 7. febrúar kl. 12.15 og föstudaginn 8. febrúar kl. 12.15 í Gerðubergi.
Guðmundur Pétursson hefur starfað sem hljóðfæraleikari, höfundur, útsetjari og upptökustjóri um árabil með mörgum helstu tónlistarmönnum landsins. Hann hefur víða komið við í tónlistarheiminum og hefur t.d. leikið inn á plötur sem telja á annað hundrað og unnið með ólíkum listamönnum eins og Pinetop Perkins og Erlend Oye. Guðmundur hefur gefið út plöturnar Ologies (2008), Elabórat (2011) og Sensus (2015) og hefur auk þess samið og flutt verk fyrir Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hann hefur hlotið Íslenku Tónlistaverðlaunin fyrir tónverk í Jazzflokki, plötu ársins í sama flokki með hljómsveitinni Annes og þrisvar fyrir gítarleik sinn.

Efnisskrá tónleikana inniheldur tónsmíðar eftir Guðmund í bland við lög úr amerísku söngbókinni

Ásamt Guðmundi koma fram kontarbassaleikarinn Leifur Gunnarsson og trommuleikarinn Matthías Hemstock.

„English version“
Lunchtime Jazz | Guðmundur Pétursson – New melodies and old hits
Reykjavik City Library | Spöngin
Spöngin 41, 112 Reykjavík
Saturday, February the 9th at 13:15-14:00
No admin

The same concert will be in Grófin the 7th at 12:15-13:00 and in Gerðuberg the 8th at 12:15-13:00.

Guðmundur Pétursson will play original music as well as old standards from the Great American Songbook.

In the band with Guðmundur are Leifur Gunnarsson double bass and on drums is Matthías Hemstock.

Email, RSS Follow

Kristján Dagur, Sara og Bjartur unnu TORG bikarana. Vinningaflóð á fjölmennu skákmóti

27 jan 2019
Baldvin Berndsen
0
Grafarvogur., Rimaskóli, Skák, Skemmtun, Torg skákmót Fjölnis

Það tóku 80 efnilegir skákkrakkar á öllum grunnskólaaldri þátt í TORG skákmóti Fjölnis í Rimaskóla á Skákdegi Íslands 2019. Tefldar voru sex umferðir og keppnin jöfn og spennandi frá upphafi til enda. Verðlaunað var í þremur flokkum; eldri flokki, yngri flokki og stúlknaflokki. Sigurvegarinn reyndist vera Kristján Dagur Jónsson TR sem hlaut 5,5 vinninga eftir sigur í lokaumferð gegn Óttari Erni Bergmann Sigfússyni. Jafn Kristjáni Degi en örlítið lægri á stigum var Adam Ómarsson TR. Í stúlknaflokki varð hlutskörpust Sara Sólveig Lis frá Fjölni og TR-ingurinn Bjartur Þórisson vann yngri flokkinn. Aðrir í efstu sætum mótsins voru sterkir og efnilegir skákmenn, þeir Benedikt Briem Breiðablik, Óttar Örn Bergmann Sigfússon Breiðabliki og Fjölnis strákarnir Joshua Davíðsson, Arnór Gunnlaugsson og Anton Breki Óskarsson, bekkjarbræður í Rimaskóla, allir með 5 vinninga. Þær Anna Katarina Thoroddsen og Iðunn Hegladóttir úr TR komu næstar á eftir Söru Sólveigu í stúlknaflokki. 

Í upphafi mótsins ávarpaði borgarfulltrúinn og Grafravogsbúinn Valgerður Sigurðardóttir keppendur og lýsti ánægju sinni með hið öfluga skákstarf Fjölnis og sagðist stolt af því að fá að leika fyrsta leikinn á þessu glæsilega skákmóti. Valgerður lék síðan fyrsta leikinn fyrir hina bráðefnilegu Emilíu Emblu Baldvins-og Berglindardóttur sem er aðeins 6 ára gömul, nemandi í Rimaskóla, og var í afrekshópi Omar Salama á Laufásborg sl. vetur.  4 Accen

Í skákhléi var boðið upp á góðar veitingar frá Hagkaup og Emmess ís. Gífurlegt verðlaunaflóð skall á að loknu móti, alls 43 talsins. Hagkaup, Pizzan, Emmess, Disney-klúbburinn og fyrirtækin Bókabúðin, Blómabúðin,CoCo´s og Smíðabær við Hverafold gáfu vinningana sem voru flottir og fjölbreyttir.

Skákstjóri var Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis en honum til aðstoðar voru m.a. Jóhann Arnar Finnsson, Gunnlaugur Egilsson, Leó Jóhannesson, Aneta K. Klimaszeweska og síðast en ekki síst Þórir Benediktsson sem sá um alla skráningu og pörun.

Fleiri myndir hérna

Email, RSS Follow
« First‹ Previous26272829303132Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is