Ég verð í Skúmaskoti fimmtudaginn 19 júní milli kl. 10-18 Kíkið endilega til okkar í Skúmaskotið !!
Ég Þóra Björk Design – Thora Bjork Design, verð í Skúmaskoti á fimmtudaginn.
Kíkið endilega við.
kveðja
Þóra Björk
Ég Þóra Björk Design – Thora Bjork Design, verð í Skúmaskoti á fimmtudaginn.
Kíkið endilega við.
kveðja
Þóra Björk
Eins og safnaðarfólki er kunnugt heldur Grafarvogssöfnuður upp á 25 ára afmæli sóknarinnar á þessu ári en sóknin var stofnuð þann 5. júní l989.
Nýlega ákvað sóknarnefndin að gefa út afmælisbók vegna þessara tímamóta þar sem saga sóknarinnar í þessi 25 ár verður sögð. Sigmundur Ó. Steinarsson, rithöfundur og ritstjóri hefur verið ráðinn til að skrá söguna en hann hefur komið að skráningu nokkurra bóka. Nú síðast Knattspyrnusögu Íslands.
Ljóst er að kostnaður við útgáfu slíkrar bókar, sem verður skemmileg, myndræn og nútímaleg, verður töluverður. Sóknarnefnd ætlar því að leita til fólksins í söfnuðinum og bjóða því að skrá sig á heillaóskalista „Tabula gratulatoria.” Sá sem skráir sig á heillaóskalistann fær nafn sitt birt í afmælisbókinni og bókina afhenta eftir hátíðarguðsþjónustu í kirkjunni þann 21. september nk. kl. 11.00. Biskup Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir, mun prédika. Kaffisamsæti verður eftir guðsþjónustuna.
Mjög stór hópur fólks hefur tekið virkan þátt í kirkjustarfinu á liðnum 25 árum og því er vonast til að margir vilji eignast bókina og að vel gangi að fjármagna útgáfuna.
Gleðjumst á afmælisári Grafarvogssóknar og eignumst okkar eigin sögu, skráða af kunnáttumanni!
Bókin kostar 5.000 kr.
Heillaóskalisti „Tabula gratulatoria.“ Hjón skrá sig saman og er kostnaður sá sami og hjá einstaklingi
Kl. 09:55
Samhljómur kirkjuklukkna í Reykjavík
Kl.10:15
Guðsþjónusta í Dómkirkjunni
Sr. Valgeir Ástráðsson predikar, biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir og sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur þjóna fyrir altari
Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Einsöngvari er Vígþór Sjafnar Zóphaníasson
Kl. 11:10
Athöfn á Austurvelli
Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og Forsætisráðuneytisins
Karlakórinn Heimir syngur Yfir voru ættarlandi. Stjórnandi er Stefán R. Gíslason
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar
Karlakórinn Heimir syngur þjóðsönginn
Hátíðarræða forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
Drengjakór Reykjavíkur syngur Hver á sér fegra föðurland. Stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson
Ávarp fjallkonunnar
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur Ég vil elska mitt land. Stjórnandi er Lárus H. Grímsson
Kl 11:50
Skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu
Forseti borgarstjórnar leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur
Kl. 12:15-16:00
Akstur fornbíla og sýningar
Hópakstur Fornbílaklúbbsins og sýning við Arnarhól
Hópakstur Krúsers og sýning á Skothúsvegi. Krúserbandið leikur kl. 15
Kl. 13:00
Skrúðgöngur
Skrúðganga frá Hlemmi niður Laugaveg. Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit Reykjavíkur leika og Götuleikhúsið tekur þátt.
Skrúðganga frá Hagatorgi í Hljómskálagarð. Lúðrasveit verkalýðsins leikur
Kl. 13:00-18:00
Hljómskálagarður
Skátaland verður með leiktæki, þrautabrautir og fleira. Ókeypis er í leiktækin í garðinum
Barna og fjölskyldudagskrá á sviði, íþróttasýningar, fjölskyldudansleikur og víkingafélagið Einherjar
Kl. 13:30
Barna- og fjölskylduskemmtun á Arnarhóli
13:30 Gunni og Felix
13:40 Latibær
14:00 Sirkus Íslands
14:10 Dansflokkurinn Rebel
14:20 Gói og Gloría úr Stundinni okkar
14:35 Danslistarskóli JSB
15:00 Bjartmar Guðlaugsson
15:15 Lína langsokkur
15:30 Dansskóli Birnu Björns
15:40 Dans Brynju Péturs
15:45 Sirkuslistamennirnir Jay og Kyle
16:00 Danshópur frá Kramhúsinu
16:10 Söngvaborg
16:35 Gunni og Felix
16:50 Pollapönk
Kl. 13:30
Afmælisveisla í Ráðhúsinu
Dagskrá í tilefni af 70 ára afmæli lýðveldisins
13:30 Ávarp formanns Þjóðhátíðarnefndar
13:35 Frigus liberi opna listsmiðju fyrir börn
13:35 Fjallkonan fríð. Leikkonurnar Thelma Marín Jónsdóttir, Hafdís Helga Helgadóttir og Katrín Helga Andrésdóttir flytja ávörp fjallkonunnar 1944-2014
15:45 Lög íslenska lýðveldisins. Guðrún Gunnarsdóttir, Þór Breiðfjörð og Pálmi Sigurhjartarson flytja úrval sönglaga síðustu 70 ára
17:00 Alþjóðatorg ungmenna sýnir leikverkið Ragnarrök en þátttakendur eru frá fjölmörgum þjóðlöndum
Kl. 13:30-17:00
Sirkustorg á Ingólfstorgi
Sirkus Íslands með götuleikhús og sirkusskóla
Sirkussýningar kl. 14:15, 15:30 og 16:30
Kl. 13:30 og 14:30
Brúðubíllinn í Hallargarði
Brúðuleiksýningin Ys og þys í Brúðubílnum!
Kl. 13:30
Barna- og fjölskylduskemmtun í Hljómskálagarði
13:30 Trúða og töfrasýningin Te fyrir tvo
14:00 Tóti trúður
14:20 Ævintýri Jónatans og Pálu. Stoppleikhópurinn
14:35 Fimleikasýning frá Ármanni
14:50 Ju Jitsufélag Reykjavíkur
15:05 Aikido sýning
15:20 Ungi litli. Leikhópurinn Perlan
15:25 Tatyana
15:30 Sönghópurinn Gengin af göflurunum?
15:45 Halldóra Björg
15:55 Fjölskyldudansleikur með Fjörkörlunum
16:35 Kung fu sýning
16:50 Skylmingafélag Reykjavíkur
Kl. 13:30
Þjóðsöngur í Hörpu
Dagskrá í Eldborgarsal
13:30 Lúðrasveitin Svanur og Bavarian Brass Band
13:45 Karlakórinn Heimir
14:00 Garðar Cortes stýrir fjöldasöng
14:15 Bjartmar Guðlaugsson
14:30 Danshópur frá Kramhúsinu
14:40 Sönghópurinn Gengin af göflurunum?
14:50 Sirkuslistamennirnir Jay og Kyle
15:05 Lúðrasveitin Svanur og Bavarian Brass Band
Kl. 13:30
17. júnímót í siglingum
Siglingakeppni hefst frá Ingólfsgarði (á bak við Hörpu). Opið hús hjá Siglingakúbbnum Brokey og bátar til sýnis
Kl. 13:30-17:00
Listhópar Hins Hússins
Götuleikhúsið fer í skrúðgöngu og leikur lausum hala í miðbænum
Frigus liberi reka listsmiðju fyrir börn í Ráðhúsinu
Dúettinn Par framkallar ljúfa tóna í miðborginni
Ljóðaþjónustan reisir Yrkjald við styttu Tómasar þar sem gestir geta ílengst undir neonklæddum himni
Listhópurinn ROF verður á ferli en markmið hópsins er að veita fólki sýn inn í hliðstæðan veruleika
Fritz Hendrik IV mun koma áríðandi skilaboðum á framfæri á göngu sinni um miðbæinn
Þrjár Basískar rappa á svölunum á Sólon kl. 14 og í Hörpu kl. 15:15
Hljómsveitin HarmóníaSjarmónía leikur á Austurvelli kl. 14:30 og á Arnarhóli kl. 19:30
Sönghópurinn Norrington treður upp á götum og torgum og í Höpu kl. 16:25
Hljómsveitin White Signal leikur á Austurvelli kl. 16:40 og á Arnarhóli kl. 19:15
Kl. 14:00
Tónleikar á Austurvelli
14:00 Sænskur kór frá Norrköping
14:30 HarmóníaSjarmónía
15:00 Mamíkó Dís Ragnarsdóttir
15:10 Beebee and the Bluebirds
15:40 Belleville
16:00 Skuggamyndir frá Býsans
16:40 White Signal
17:10 Opinn hljóðnemi og lifandi karaoke. Komdu með gítarinn eða upptekinn undirleik og taktu lagið eða syngdu lifandi karaoke við undirleik Pálma Sigurhjartarsonar
Kl. 14:00-16:00
Sólskoðun á Austurvelli
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn
Kl. 14:00
Kraftakeppni við Ráðhúsið
Bændaganga í Vonarstræti í keppninni Sterkasti maður Íslands
Kl. 14:00-17:00
Fjöltefli á Útitaflinu
Skákakademía Reykjavíkur stendur fyrir fjöltefli á Bernhöftstorfunni
Kl. 14:30
Hátíð í Hörpu
14:30 Ungmennakórinn Mixtum
15:00 Trúða og töfrasýningin Te fyrir tvo
15:15 Þrjár Basískar
15:30 Tónlistarakademían
15:40 Bollywoodhópurinn Parvati
15:55 Björn Thoroddsen
16:15 Mamiko Dís Ragnarsdóttir
16:25 Sönghópurinn Norrington
16:45 Háskóladansinn
17:05 Hljómsveitin Belleville
17:25 SalsaIceland
Kl. 16:00
Bænastund í Hallgrímskirkju
Bænastund fyrir Íslandi með þátttöku fjölmargra kristinna trúfélaga. Börnin velkomin
Kl. 16:00
Fjölskyldujóga í Hallargarði
Jógahjartað með jógatíma með dansi söng og gongslökun
Kl. 17:00
Dansleikur á Ingólfstorgi
Dansfélagið Komið og dansið býður alla velkomna í létta danssveiflu
Kl. 19:00
Tónleikar á Arnarhóli
19:00 Lucy in Blue
19:15 White Signal
19:30 HarmóníaSjarmónía
19:45 Vio
20:00 Vök
20:15 Mono Town
20:50 Cell 7
21:20 Mammút
Kl. 20:00
Harmónikuball í Ráðhúsi
Léttsveit Harmónikufélags Reykjavíkur leikur fyrir dansi
Kl. 22:00
Dagskrárlok
Hátíðasvæði
Skipulagt hátíðasvæði er Kvosin þ.á.m. Austurvöllur, Kirkjustræti, Templarasund, Ingólfstorg, Arnarhóll, Tjarnargarður og Reykjavíkurhöfn. Umferð bifreiða er takmörkuð um þessi svæði og torgsala er óheimil án leyfis. Umsjón með dagskrá þjóðhátíðar í Reykjavík hefur þjóðhátíðarnefnd á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur en Hitt Húsið sér um framkvæmdina.
Týnd börn
Upplýsingar um týnd börn í stjórnstöðinni í Hinu Húsinu Pósthússtræti 3-5, sími 411 5500
Leigubílar og aðkoma fatlaðra
Vegna lokunar miðbæjarins fyrir bílaumferð eru hefðbundin stæði leigubíla lokuð en leigubílum verður búin aðstaða vestast á Bakkastæði við Kolaportið. Aðkoma fatlaðra að hátíðarsvæðinu er á sama stað
Sölutjöld á 17. júní 2014 í Reykjavík
Skilyrði fyrir því að umsækjandi hafi möguleika á leigu á stæði undir sölutjald (úthlutun) er að um sé að ræða félagasamtök er sinna æskulýðs- íþrótta- og félagsstarfi í Reykjavík. Einstaklingar og fyrirtæki, sem og önnur félagasamtök en þau er uppfylla skilyrði eiga því ekki rétt á úthlutun. Þjóðhátíðarnefnd getur veitt undanþágu frá viðmiðun þessari í tilvikum þar sem félög starfa í Reykjavík þó svo þjónusta félaganna nái einnig út fyrir borgarmörkin. Skilyrði fyrir úthlutun er einnig að notuð verði tjöld sem leigð eru af Skátasambandi Reykjavíkur eða tjöld samþykkt af SSR.
Vakin er athygli á því, að lausasala á hátíðarsvæðinu er bönnuð.
Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu tók á móti Tindastóli á Fjölnisvelli við Dalhús á laugardag í A-riðli 1. deildarinnar og unnu okkar konur öruggan 5-0 sigur.
Fjölnir fékk sannkallaða draumabyrjun en Íris skoraði á upphafsmínútu leiksins með fallegu skoti eftir hornspyrnu og strax á 7. mínútu bætti hún við öðru marki með þrumuskoti af 40 metra færi. Erla Dögg gerði þriðja mark leiksins á 16. mínútu með góðu skoti úr teignum og Esther Rós vippaði svo snyrtilega yfir markvö…rð Tindastóls rétt fyrir leikhlé og staðan í hálfleiknum því vænleg fyrir Fjölni 4-0.
Leikurinn róaðist nokkuð í síðari hálfleik. Fjölnir gerði fimmfalda skiptingu á 58. mínútu og þá kom aftur líf í leikinn. Helga fiskaði víti á 76. mínútu og úr því skoraði Íris og kláraði þrennuna af öryggi og gulltryggði um leið sigur Fjölnis.
„Við byrjuðum af miklu afli og kláruðum nánast leikinn á fyrstu tuttugu mínútunum. Tindastóll er með ungt og efnilegt lið en þær áttu litla möguleika í dag. Það var gaman að sjá Írisi hafsent setja þrennu í leiknum. Næsti leikur er hér heima við Víking Ólafsvík sem sló okkur úr bikarnum því eigum við harma af hefna.“ Sagði Siggi þjálfari að leik loknum.
Lið Fjölnis gegn Tindastóli: Helena – Kristjana (Lovísa 58.mín), Íris, Eyrún (Aníta 58.mín), Oddný, Ásta, Theresa, Tinna (Elvý 58.mín), Kamilla, Esther (Helga 58.mín), Erla Dögg (Stella 58.mín).
Fjölnir hefur unnið alla alla fimm leiki sína í deildinni til þessa og skorað í þeim fjórtán mörk en aðeins fengið eitt mark á sig svo uppskeran hefur verið frábær hingað til. Næst í riðlinum koma Haukar og HK/Víkingur með níu stig úr fjórum leikjum en þau mætast einmitt í deildinni í kvöld.
Þá er komið að fimmta leik stelpnanna í 1. deildinni og eru andstæðingarnir Sauðkræklingarnir í Tindastóli.
Tindastóll hefur farið vel af stað í deildinni í sumar og eru taplausar eftir 4 leiki, hafa unnið tvo (BÍ/Bolungarvík og Keflavík) og gert tvö jafntefli (Víkingur Ó og Keflavík) og eru í 4. sæti með 8 stig.
Ekki þarf að segja mikið um stelpurnar okkar nema að þær eru auðvitað búnar að vinna alla leikina sína fjóra í sumar og eru á toppnum með fullt hús stiga. Markatalan er ansi góð eða 9-1 og þar af hefur markamaskínan Esther Rós Arnarsdóttir skorað 7 af þeim mörkum (sjá mynd að ofan).
Allir á völlinn, ÁFRAM FJÖLNIR
Það verða Framarar sem mæta í voginn fagra á sunnudaginn kl. 19.15 og berjast við okkur Fjölnismenn í 8. umferð Pepsideildar 2014.
Miklar mannabreytingar hafa orðið hjá Fram frá seinasta tímabili þegar nýr þjálfari Bjarni Guðjónsson tók við liðinu. Margir ungir og efnilegir strákar úr neðri deildunum gengu til liðs við þá en einnig fengu þeir fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmanninn Jóhannes Karl Guðjónsson til sín sem og Viktor Bjarka Arnarsson fyrrverandi leikmann KR. Svo er auðvitað landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson í marki Fram.
Fjölnir tapaði sínum fyrsta leik í sumar gegn FH á miðvikudaginn s.l. í hörku leik þar sem það hefði ekki verið ósanngjarnt ef strákarnir hefðu fengið einhver stig úr þeim leik. Fjölnisstrákarnir ætla að selja sig dýrt á sunnudaginn til að byrja stigasöfnunina á nýjan leik.
Af núverandi leikmönnum Fram og Fjölnis þá hefur enginn spilað með báðum liðum, en það má nefna að allir þjálfarar Fjölnis (Ágúst, Kristófer og Gunnar) eru allir fyrrverandi leikmenn Fram.
Nú er ekkert annað en að skella sér í sparifötin um helgina og hvetja strákana til sigurs.
Allir á völlin og ÁFRAM FJÖLNIR
Í dag komu 35 gestir frá félagi eldri borgar á Húsavík í heimsókn í Borgir um hádegið.
Við Korpúlfar tókum vel á móti þeim með gleði, söng og léttum veitingum.
Korpúlfar sóttu þau heim fyrir ári síðan og hefur góður vinskapur myndast á milli félaganna.
Þá er komið að sjöundu umferðinni í Pepsideild karla og kemur stórlið FH í heimsókn í voginn fagra. Bæði liðin eru taplaus eftir fyrstu sex umferðirnar og sitja FH-ingar á toppi deildarinnar með 14 stig en við Fjölnismenn með 10 stig í 5. sæti.
Gunnar Már spilar gegn sínum gömlu félögum í FH en Gunnar spilaði með FH árin 2009 og 2010. Atli Viðar Björnsson (2007) og Atli Guðnason (2005) eiga báðir eitt tímabil með Fjölni þar sem þeir skoruðu grimmt. Svo eru tveir uppaldir Fjölnismenn í FH liðinu en það eru þeir Ingimundur Níels Óskarsson og Ólafur Páll Snorrason og bjóðum við þá hjartanlega velkomna á heimaslóðir.
Fjölnir og FH hafa tvisvar mæst í efstu deild á Fjölnisvelli. Árið 2008 fóru leikar 3-3 þar sem Gunnar Már, Ólafur Páll Snorrason og Kristján Hauksson skorðu mörk okkar. Árið 2009 tapaði Fjölnir 1-4 og skoraði HM-farinn Aron Jóhannsson mark okkar í þeim leik.
Einar Karl Ingvarsson verður ekki í leikmannahópi Fjölnis í dag gegn FH þar sem hann er á láni frá FH.
Það verður nóg af leikjum á næstunni hjá strákunum okkar. Næsti leikur er svo gegn Fram á sunnudaginn (Fjölnisvöllur), svo Borgunarbikarinn gegn KR fimmtudaginn 19. júní (KR-völlur) og svo verður skellt sér í Garðabæinn sunnudaginn 22. júní og spilað gegn Stjörnunni. Svo strákunum veitir ekki af öllum þeim stuðningi sem þeir geta fengið til að koma sér í gegnum þessa leikjatörn.
Við minnum fólk á stelpurnar í meistaraflokki verða á grillinu fyrir leik og í hálfleik og verður í boði ljúffengur hamborgari og ísköld Pepsi á 1.000 kr.
Allir á völlin og ÁFRAM FJÖLNIR