Nú eru flest allir starfsmenn skóla í Grafarvogi komnir í sumarleyfi og lítil sem engin starfsemi í skólum.
Við íbúar Grafarvogs þurfum að huga að okkar nær umhverfi og fylgjast með því að vel sé gengið um.
Það kom ábending frá skólastjórnendum Rimaskóla þeim Helga Árnasyni og Mörtu Karlsdóttir þar sem fram kemur að í tvígang hefur verið ráðist á byggingar Rimaskóla og stórar rúður brotnar.
Rimaskóli hefur blessunarlega verið nokkuð laus við rúðubrot sl. ár og því er það mjög sorglegt og niðurlægjandi fyrir alla sem koma að skólastarfinu, starfsmenn, nemendur og foreldra, að horfa upp á skólann okkar verða fyrir skemmdum að hálfu barna eða fullorðinna.
Rúðubrotin virðast framin um kvöld, nætur og helgar.
Brotnar rúður eru oftar en ekki úr sjónfæri við íbúa eða gangandi umferð, inn í portinu og við neyðardyr á kennsluálmum.
Mig langar að biðja ykkur foreldra um að vera á varðbergi ef að þið hafið tækifæri til að fylgjast með grunsamlegum mannaferðum við skólann sem gætu tengst skemmdarverkum eins og ég er hér ða lýsa.
Einnig ef að þið hafið einhverjar upplýsingar um gerendur þá væru þær vel þegnar til að senda á lögregluna eða skólastjórnendur.
Með óskum um gott og ánægjulegt sumarleyfi
Skólastjórnendur: Helgi og Marta