• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Fjölnismenn stríddu Akureyringum í Coca Cola bikarnum

09 des 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Fjölnir handbolti, Grafarvogur.

DSC_2227_vefurEftir jafnan leik framan af þá náði lið Akureyrar að klára Fjölni nokkuð örugglega og lokatölur voru 24-31.  Leikurinn var þó eins og áður sagði jafn á öllum og ekki munaði nema einu marki í hálfleik. Heimamenn í Grafarvoginum mjög einbeitir í fyrri hálfleik og það var aldrei að sjá að þeir væru að bera einhverja virðingu fyrir stjörnunum að norðan. það voru heimamenn í Fjölni sem voru yfir í hálfleik 13-12. Það voru svo Akureyringar sem voru sterkari á lokasprettinum og sigu hægt og sigandi í 3-4 marka forystu og það var þá sem kannski Fjölnis menn urðu eitthvað stressaðir og fóru að flýta sér fullmikið.

Akureyringar höfðu reynsluna og ákveðin styrk í lokin og hleyptu heimamönnum aldrei nálægt sér. Fjölnis menn eiga þó hrós skilið fyrir baráttuna. En leikar enduðu eins og áður sagði með 7 marka mun 27-31. Akureyri er því komið áfram í 8 liða úrslitin.

 

 

DSC_2317_vefur DSC_2303_vefur DSC_2300_vefurDSC_2356_vefur DSC_2347_vefur

 

DSC_2272_vefur DSC_2268_vefur DSC_2257_vefurDSC_2227_vefur DSC_2235_vefur DSC_2236_vefur

Email, RSS Follow

Fjölmenni við opnun nýs Foldasafns í Spöng

08 des 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Bænahald, Bókasafn, Félag eldriborgara í Grafarvogi, Gallerí Korpúlfsstaðir, Grafarvogur.

IMG_8544Fjölmargir lögðu leið sína í Spöngina í Grafarvogi í gær til að vera viðstaddir opnun nýs útibús Borgarbókasafnsins í nýju, glæsilegu og miklu stærra húsnæði. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði safnið við hátíðlega athöfn.

Stefnt er að því að Foldasafn verði miðstöð menningar og mannlífs í Grafarvogi en jafnframt griðastaður og íverustaður íbúa þar sem unnt er að afla sér þekkingar, afþreyingar og hvíldar frá daglegu amstri.

Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður kom inn á þetta í ávarpi sínu en einnig Dagur B. Eggertsson sem ræddi um mikilvægi bókasafna og lesturs fyrir alla.

Borgarstjóri sagði m.a. í opnunarræðu sinni að það væri vel við hæfi að Foldasafn opnaði nú í húsnæði sem áður hýsti líkamsræktarstöðina World Class því ekki væri síður mikilvægt að þjálfa heilann með lestri bóka um allt milli himins og jarðar.

Einar Már Guðmundsson skáld flutti hugvekju þar sem hann ræddi um hlutverk bókasafna í samfélaginu, mikilvægi skáldskaparins fyrir manneskjuna og andlega fátækt þeirra sem fara á mis við innihald ljóða og skáldskapar. Einar Már er búsettur í Grafarvogi og hefur verið fastagestur í Foldasafni í mörg ár. Hann notaði tækifærið og þakkaði starfsfólki safnsins fyrir frábæra þjónustu og margar góðar ábendingar um lesefni.

Góð lestraraðstaða

Í safninu er góð lestraraðstaða fyrir unga sem aldna en í næsta nágrenni við safnið er stór framhaldsskóli og safnið er einnig á mörkum fjögurra grunnskólahverfa í Grafarvogi. Safnið hefur nú verið flutt í miðju hverfisins þar sem mun fleiri hafa tækifæri til þess að nota það að staðaldri en í gamla safninu var mjög takmörkuð lestraraðstaða.

Ekki var annað að sjá en að Grafarvogsbúar tækju nýja safninu fagnandi. Stúlknakór Grafarvogskirkju söng nokkur lög undir stjórn Margrétar Pálmadóttur og liðsmenn úr Sirkus Íslands léku listir sínar. Þá var boðið upp á léttar veitingar við opnunina.

IMG_8579_vefurSýningin Frystikista í fjörunni með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur opnaði við sama tækifæri. Á sýningunni eru nýleg verk unnin á þessu ári og á árinu 2013 en titill sýningarinnar vísar í samnefnt ljóð listamannsins og er gagnrýni á neyslusamfélagið.
Foldasafn Borgarbókasafns hefur undanfarin 18 ár verið staðsett í frekar þröngu húsnæði  í kjallara Grafarvogskirkju. Við flutninginn skapast ótal tækifæri til að breyta áherslum í rekstri bókasafnsins og bæta þjónustuna en húsnæðið að Spönginni 41 er um 1300 m2 að stærð.

Á nýju ári verður boðið upp á fjölbreytta menningarstarfsemi fyrir alla aldurshópa og má þar nefna leshringi fyrir börn og fullorðna, prjónakaffi, fjölskyldustundir fyrir foreldra með lítil börn, föndursmiðjur, fræðsluerindi, stuttmyndadaga og ýmis konar listsýningar.
Næg bílastæði eru við safnið, strætisvagnar 6, 18, 24 og 26 stoppa allir við Spöngina og er safnið auk þess  staðsett steinsnar frá verslunum, heilsugæslu, félagsmiðstöðinni Borgum og Borgarholtsskóla.

[su_button url=“https://www.facebook.com/pages/Grafarvogsb%C3%BAar/111119802396520?sk=photos_stream“ target=“blank“ style=“3d“ background=“#1065bd“ radius=“0″]Myndir frá opnun..[/su_button]

 

Email, RSS Follow

Opið í dag sunnudag frá 12 – 16. Edda Þórey á vaktinni og heitt á könnunni. Gjafavörur beint frá listamönnum og hönnuðum. Allir hjartanlega velkomnir.

07 des 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Gallerí Korpúlfsstaðir, Grafarvogur.

ÁlftirOpið í dag sunnudag frá 12 – 16.
Edda Þórey á vaktinni og heitt á könnunni.
Gjafavörur beint frá listamönnum og hönnuðum.
Allir hjartanlega velkomnir.

Email, RSS Follow

Grafarvogskirkja, sunnudagurinn 7.desember

06 des 2014
Baldvin
0
Barnastarf, Bænahald, Fermingar í Grafarvogi, Grafarvogskirkja, Grafarvogur., Kirkjan, Kirkjuselið Spöngin

Sunnudagaskóli kl. 11:00OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Guðsþjónusta kl. 11:00
Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
Þorvaldur Halldórsson spilar og leiðir söng.

Aðventuhátíð kl. 20
Prestar safnaðarins flytja aðventubæn. Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur les kafla úr bókinni „Jólin hans Hallgríms“
Fermingarbörn flytja helgileik.
Kórar kirkjunnar syngja.
Stjórnendur: Hákon Leifsson, Hilmar Örn Agnarsson og Margrét Pálmadóttir.
Fiðlusveit úr Tónlistarskóla Grafarvogs.
Stjórnandi: Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari

Kirkjuselið:

Sunnudagaskóli kl. 13:00
Umsjón hefur Ásthildur Guðmundsdóttir. Undirleik annast Stefán Birkisson

Guðsþjónusta kl. 13:00
Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
Félagar úr kórum kirkjunnar leiða söng. Hákon Leifsson er organisti.

Velkomin!

Email, RSS Follow

Fjölnir og Selfoss skildu jöfn í Grafarvoginum.

06 des 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Fjölnir handbolti, Fjölnir knattspyrna, Skólastarf

DSC_1983Fjölnir og Selfoss skildu jöfn í Íþróttamiðstöðinni í Grafavoginum, 23-23. Selfoss var með þriggja marka forystu í hálfleik,12-9.

Fjölnismenn höfðu yfirhöndina í byrjun leiks í dag. Fjölnir komst í 3-1 forystu sem Selfoss náði svo að jafna, en komst þá Fjölnir aftur yfir. Það var ekki fyrr en um miðbik seinni fyrri hálfleiks sem Selfoss komst yfir, 6-5. Sebastian Alexandersson stóð sterkur á milli stanganna hjá Selfoss og varði hvert skotið á eftir öðru.Fjölnismenn náðu tveimur skotum á mark í sömu sókninni og hefðu getað jafna metin en Sebastian varði bæði skotin. Góður leikur Basta var mikilvægur þar sem heimamenn áttu á tíðum nokkuð auðvelt með að komast í færi.

Selfoss komst í þriggja marka forystu þegar tólf mínútur voru til leiksloka, 8-5. Sóknarleikur Fjölnis var ekki jafn beittur og hann hafði verið fyrri hluta leiks, og hjálpaði ekki sterk markvarsla Sebastians. Selfoss fékk víti þegar tíu mínútur voru til leiksloka, og fékk leikmaður Fjölnis tveggja mínútna brottvísun. Ingvar Kristinn Guðmundsson, markmaður Fjölnis, varði boltann. Hann fór upp í stúku og Selfoss fékk boltann aftur, Selfoss skoraði og komst í 9-5 forystu. Í næstu sókn fékk Ómar Vignir Helgason, leikmaður Selfoss, tveggja mínútna brottvísun. Fjölnismenn nýttu stöðuna einum manni fleirri og skoruðu tvö mörk í röð, staðan orðin 9-7 fyrir Selfossi.

Selfoss tók leikhlé þegar rúmlega tvær mínútur voru til hálfleiks og var þá staðan 12-9 fyrir þeim. Sebastian var ný búinn að verja skot í hraðaupphlaupi, en Fjölnir komst aftur í hraðaupphlaup og maðurinn skoraði þrátt fyrir að varnarmaður Selfoss væri fyrir framan hann. Þegar flautað var til hálfleiks átti Fjölnir átti fríkast sem fór í varnarvegginn og staðan 12-9 fyrir Selfoss í hálfleik.

Sóknarleikur Fjölnis var góður fyrstu mínútur seinni hálfleiks og minnkuðu þeir muninn í 11-13 þegar þrjár mínútur voru búnar af leiknum. Það gekk ekkert hjá Selfyssingum í sókninni og Ingvar Kristinn kominn í góðan ham, á meðan Sebastian var ekki að verja vel. Selfoss tók leikhlé þegar fimm mínútur voru búnar af seinni hálfleiknum og Fjölnismenn búnir að jafna metin, 13-13.

Annað mark Selfoss í seinni hálfleiknum kom eftir fimm og hálfa mínútu en það skoraði Andri Már Sveinsson úr víti, en boltinn fór í markmann og inn. Ingvar Kristinn varði flottann bolta á áttundu mínútu síðari hálfleiks og fékk Fjölnir tækifæri til að komast yfir, en Sebastian varði skot Fjölnismanna. Selfoss náði aftur forystunni þegar að um tíu mínútur voru búnar af seinni hálfleiknum. Sebatian var aftur kominn í gang og varði hvern boltann á eftir öðrum. Fjölnir fékk víti en Sebastian varði boltann, sem flaug yfir völlinn og aftur til Fjölnismanna, þeir nýttu þó seinna tækifærið ekki og fór boltinn framhjá.

DSC_1971 DSC_2047Selfoss fékk víti stuttu seinna og skoraði Andri Már Sveinsson aftur. Fjölnismenn skiptu um markmann um miðbik seinni hálfleiks, en Bjarki Snær Jónsson kom inná og varði tvö skot í sömu sókninni. Fjölnir tók leikhlé í stöðunni 17-15 fyrir Selfoss. Það var löng bið eftir fyrsta markinu eftir leikhléið en þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Breki Dagsson, leikmaður Fjölnis, tvö mörk í röð og jafnaði metin, 17-17. Þrátt fyrir ítrekuð tækifæri til að komast yfir gekk það ekki hjá Fjölni.

Þegar sjö mínútur voru til leiksloka reyndi Sebastian að verja bolta sem fór framhjá markinu, í leiðinni meiddi hann sig í bakinu og þurfti að stöðva leikin tímabundið. Hann lét það þó ekki stöðva sig og hélt áfram. Fjölnir komst yfir í fyrsta sinn þegar sex mínútur voru eftir af leiknum, með marki frá Unnari Arnarssyni, en Selfyssingar jöfnuðu strax. Strax eftir það skipti Selfoss um markmann og Helgi Hlynsson kom inná í stað Sebastians. Hann varði fyrsta skotið sem hann fékk á sig en þó var dæmt víti sem Fjölnismenn skoruðu úr. Staðan var 21-20 fyrir Fjölni þegar rúmlega fjórar mínútur voru til leiksloka. Andri Már hjá Selfoss skoraði jöfnunarmark þegar fjórar mínútur voru eftir og í sömu sókn var dæmt tveggja mínútna brottvísun á bekk Fjölnis.

 

 

DSC_2083Fjölnismenn létu mannekluna ekki á sig fá og skoraði Breki Dagsson og kom liðinu yfir. Brynjar Loftsson, leikmaður Fjölnis, skoraði og kom liðinu í 23-21 forystu. Þetta var í fyrsta sipti síðan í fyrri hálfleik sem Fjölnir var tveimur mörkum yfir. Loka mínúturnar voru æsispennandi en þegar rúmlega mínúta var til leiksloka varði Helgi Hlynsson mikilvægt skot og Selfoss hélt í sókn. Ómar Vignir hjá Selfoss fékk boltann í hendurnar á línunni en var dæmdur ruðningur. Þegar rétt um hálf mínúta var til leiksloka tók Fjölnir leikhlé með eins marks forystu. Helgi Hlynsson varði mjög mikilvægt skot þegar stutt var til leiksloka. Í loka sókn Selfoss skoraði Guðjón Ágústsson jöfnunnarmark og aðeins átta sekúndur til leiksloka. Í síðustu sókninni náðu Fjölnir ekki skoti en liðið fékk fríkast þegar flautað var til leiksloka en náðu ekki að skora. Lokatölur því 23-23 og Fjölnir og Selfoss deila stigunum eftir gríðarlega spennandi leik.

 

 

DSC_1973 DSC_1986 DSC_2043 DSC_2055

Email, RSS Follow

Verið velkomin í hlýjuna í Gallerí Korpúlfsstaða Opið 14-18. Beta Gagga og Valasín taka á móti ykkur í dag.

06 des 2014
Baldvin
0
Félag eldriborgara í Grafarvogi, Fjölnir körfubolti, Gallerí Korpúlfsstaðir

Gallerí Korpúlfsstaðir des Gallerí Korpúlfsstaðir des I

Email, RSS Follow

Laugardaginn 6. desember kl. 14 mun borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, opna nýtt hverfissafn í Grafarvogi, í Spönginni 41, við hátíðlega athöfn.

03 des 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Barnastarf, Bókasafn, Bókasafn í Grafarvoginum, Bókasafn í Spöngina, Borgarbókasafn, Grafarvogur., Sýning í Spönginni

Sýningaropnun í Borgarbókasafni í Spöng, 6. desember kl. 14

Gunnhildur Þórðardóttir:Frystikistaifjorunn1

Frystikista í fjörunni

Washed Up

 

 

Laugardaginn 6. desember kl. 14 verður sýningin Frystikista í fjörunni með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur opnuð í nýju útibúi Borgarbókasafnsins sem verður í Spöng í Grafarvogi.

Verkin eru tví- og þrívíð, unnin á árunum 2013-2014 og er efniviður þeirra af ýmsu tagi. Gunnhildur notar ýmislegt sem verður á vegi hennar, til dæmis muni sem hefur verið hent og skolað á land upp í fjöru, eða efni sem til fellur, til dæmis timbur, bárujárn og textíl. Þannig fá hlutir framhaldslíf eða nýtt hlutverk þegar þeir eru settir í annað samhengi í verkum Gunnhildar. Sjálfbærni er listamanninum hugleikin og vísar titill sýningarinnar í samnefnt ljóð Gunnhildar þar sem kemur fram gagnrýni á neyslusamfélagið. Sum verkanna voru áður til sýnis á sýningunni Áframhald í Listasafni Reykjanesbæjar árið 2013.

 

Bókasafnið (3)Um Gunnhildi

Gunnhildur Þórðardóttir lauk BA (Honours) í listasögu og fagurlistum frá Anglia Ruskin University í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama skóla árið 2006. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar meðal annars Regnbogapönk í Slunkaríki á Ísafirði (2014), Áframhald í Listasafni Reykjanesbæjar (2013), Minningar í kössum í Flóru á Akureyri (2013) auk þess sem Gunnhildur hefur tekið þátt í samsýningum í Listasafni Íslands og í Hafnarborg. Þá hefur hún einnig tekið þátt í myndbandsgjörningi í Tate Britain-safninu í London sem stjórnað var af Tracey Moberly myndlistarmanni.

Sýningin Frystikista í fjörunni stendur til 12. apríl 2015 og er opin á afgreiðslutíma safnsins. Borgarbókasafn í Spöng er opið virka daga kl. 10-19, nema föstudaga er opið frá 11-19. Á laugardögum er opið frá kl. 12-16.

Nánari upplýsingar veita:

Gunnhildur Þórðardóttir, gunnhildurthordar@gmail.com, s. 898 3419

Margrét Valdimarsdóttir, margret.valdimarsdottir@reykjavik.is, s. 848 0683

Bókasafnið (1) Bókasafnið (6) Bókasafnið (7) Bókasafnið (9) Bókasafnið (10)

Frystikistaifjorunni2

 

Email, RSS Follow

Kalt úti ? Það er heitt og notarlegt inni hjá okkur

03 des 2014
Baldvin
0
Gallerí, Gallerí Korpúlfsstaðir, List

Gallerí Korpúlfsstaðir des IGallerí Korpúlfsstaðir var stofnað 27. maí 2011. Galleríið er rekið af 15 listamönnum sem flestir eru með vinnustofur á Korpúlfsstöðum. Þeir skipta með sér vöktum og álagning því í lágmarki.
Fjölbreytt úrval verka er í galleríinu, málverk, grafík, vatnslitir, teikningar, gler, leir, tré, skart, textíll og barnaföt.
Listamennirnir eru: Ásdís Þórarinsdóttir, Bryndís G. Björgvinsdóttir, Dóra Kristín Halldórsdóttir, Edda Þórey Kristfinnsdóttir, Elísabet Stefánsdóttir, Guðfinna Anna Hjálmarsdóttir, Katrín V. Karlsdóttir, María Valsdóttir, Marilyn Herdís Mellk, Sigurður Valur Sigurðsson, Sæunn Þorsteinsdóttir, Valgerður Björnsdóttir, Þórdís Elín Jóelsdóttir, Þóra Björk Schram og Þuríður Ósk Smáradóttir.

Email, RSS Follow

Fjölnir tapar fyrir KR

01 des 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Fjölnir, Fjölnir handbolti, Grafarvogur., Íþróttir

DSC_1883Leikur KR og Fjölnis fór fram í gærkvöld og eins og margir reiknuðu með varð þetta hörkuleikur sem hefði getað dottið hvorn vegin sem var í leikslok. KR ingar voru engu að síður með frumkvæðið í þessum leik og með góðum varnarleik náðu þeir að halda Fjölnis mönnum 1-2 mörkum frá sér lungað úr leiknum. Fjölnismenn náðu þó oftar en ekki að jafna en komust í raun bara tvisvar sinnum yfir í þessum leik.

Staðan eftir afar skemmtilegan fyrri hálfleik 15-14 fyrir heimamenn. Það gekk svo illa hjá báðum liðum að bæta við eftir leikhléið og bæði lið að gera sóknarmmistök á fyrstu mínútum eftir hlé. Það var jafnt á öllum tölum áfram eins og í fyrri hálfleik, en Fjölnismenn lentu svo í áfalli þegar þeir misstu Svein Þorgeirsson gamla reynsluboltan útaf vegna meiðsla á 40 mínútu og kom hann ekkert meira inná.

Þar fór mikilvægur hlekkur úr varnarleiknum hjá Fjölni, en KR var ekkert að ná að stinga af þrátt fyrir að halda forystunni áfram í 1-2 mörkum. Fjölnismenn jöfnuðu jafn harðan og náðu einu sinni í seinni hálfleiknum að komast yfir, en það var þegar 5 mínútur voru til leiksloka og staðan 23-24. KR var þó sterkari á lokamínútunum og sigruðu með einu marki 26-25.

 

Myndir: Þorgils

 

 

 

 

 

Email, RSS Follow
« First‹ Previous136137138139140141142Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is