- HEIM
- FRÉTTIR
- MYNDIR
- HVERFIÐ OKKAR
- AÐSENT EFNI
- ÍÞRÓTTIR
- UM OKKUR
Garðar B. Sigurjónsson hefur náð samkomulagi við Vængi Júpíters um að spila með liðinu á komandi tímabili í Grill 66 deildinni.
Þessi frábæri línumaður hefur gríðarlega mikla reynslu úr Olís deildinni og hefur á sínum meistarflokksferli leikið um 230 leiki og skorað í þeim 690 mörk.
Hann spilaði síðast með uppeldisfélagi sínu Stjörnunni tímabilið 2018-19 en hefur einnig spilað með Fram þar sem hann varð markahæsti leikmaður liðsins tvö tímabil í röð.
Garðar er virkilega spenntur fyrir tímabilinu og segist ætla að taka Vængi upp í hæstu hæðir.
—
Með kveðju,
Vængir Júpíters
#LifiVængir
Facebook | Instagram | Twitter
Nú á síðustu metrum skólastarfs í Kelduskóla KORPU sem borgaryfirvöld ætla sér að leggja niður og loka, mættu félagar frá Skákdeild Fjölnis í heimsókn og efndu til skákhátíðar meðal allra nemenda skólans.
Helgi Árnason formaður skákdeildarinnar kynnti blómlega skákstarfsemi í Grafarvogi og nemendur fengu að reyna sig við í fjöltefli við Dag Ragnarsson skákmeistara í Fjölni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Dagur náð býsna langt á skákferlinum allt frá því að hann varð NM meistari með skáksveit Rimaskóla í nokkur skipti. Erlingur Þorsteinsson stjórnarmaður skákdeildarinnar var Degi til aðstoðar við fjölteflið.
Krakkarnir í KORPU sýndu skákinni mikinn áhuga og höfðu reglulega gaman af þessari stuttu heimsókn og kynningu. Auk fjölteflis var efnt til skákmóts þar sem flestir nemendur voru að tefla með klukku í fyrsta skipti. Kelduskóli KORPA er einn fámennasti grunnskóli Reykjavíkurborgar en býr við kjöraðstæður hvað húsnæði og búnað snertir. Skynsamlegra hefði e.t.v. verið að þétta byggðina í norðurhluta Grafarvogs þar sem rými og skólaaðstaða er til staðar ólíkt því sem er að finna í pökkuðum miðbæ.
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna það að Vængir Júpíters munu spila í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Liðið átti upphaflega að spila í 2.deild en við fengum kallið um að taka þátt í Grill 66 og Vængir svara alltaf kallinu 💪
Þetta er stór áfangi í sögu félagsins þar sem starfrækt hefur verið sterkt fótboltalið Vængja síðustu ár.
Á dögunum voru undirritaðir samningar við þjálfarateymi liðsins. Hér á mynd sést Jóhann Tómas Guðmundsson, Director of Handball hjá Vængjum, skrifa undir samninga við þjálfarana Arnór Ásgeirsson (til hægi) og Viktor Lekve (til vinstri) og taka snertingalaust handaband í ljósi aðstæðna.
Nú þegar hefur sterkur leikmannakjarni verið myndaður og leikmannakynningar farið fram á samfélagsmiðlum liðsins. Meðal leikmanna má nefna þá Daníel Inga Guðmundsson, Jónas Braga Hafsteinsson og Andra Hjartar Grétarsson. Það eru þó alltaf pláss fyrir góða leikmenn og ef þú telur þig hafa það sem þarf endilega hafðu samband við Arnór og Viktor. Sjáumst í grillinu!
—
Með kveðju,
Vængir Júpíters
#LifiVængir
Facebook | Instagram | Twitter
Hátíðarguðsþjónusta verður að morgni hvítasunnudags kl. 11:00 í Grafarvogskirkju.
Prestur er Sigurður Grétar Helgason og organisti er Hákon Leifsson. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng.
Verið öll velkomin!
Í dag hófst formlega sumarlestrarátak Fjölnis, Áfram lestur!, og varð Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fyrst til að þiggja Fjölnis bókamerkið.
Bókamerkinu verður á næstu dögum og viku dreift til iðkenda félagsins af þjálfurum. Borgarbókasafnið í Spöng hefur sett upp Fjölnis bókastand með vel völdum titlum sem afreksfólk Fjölnis hefur valið. Þar geta gestir og gangandi einnig nælt sér í Fjölnis bókamerkið.
Fjölnir hvetur alla, jafnt iðkendu sem aðra til að vera dugleg að lesa í sumar því það er ekki síður mikilvægt en á veturna.
Það var mikil tilhlökkun í Rimaskóla í dag þegar fyrsta stóra skákmótið fór fram eftir að Covid herlegheitin riðu yfir heimsbyggðina. Íslandsmót barnaskólasveita (1-7. bekkur) fór þá fram en alls mættur 26 sveitir til leiks að þessu sinni.
Krakkarnir komu til leiks fullir tilhlökkunar og skemmtileg tilþrif sáust á mörgum borðum. Úr varð eitt mest spennandi Íslandsmót barnaskólasveita í manna minnum! Fyrir lokaumferðina voru tvær sveitir efstar og jafnar og tvær til viðbótar aðeins hálfum vinningi á eftir. Því var ljóst að lokaumferðin myndi skipta hreinlega öllu máli!
Áður en farið er yfir gang mála er rétt að hrósa foreldrum fyrir að fylgja vel fyrirmælum um að fylgja ekki börnunum inn í keppnissal og eins voru krakkarnir mjög duglegir og mótahaldið gekk allt mjög vel!
Sveitirnar sem voru í baráttunni fyrir lokaumferðina voru Landakotsskóli og Vatnsendaskóli sem fóru inn í lokaumferðina með 20 vinninga og Háteigsskóli og Rimaskóli aðeins hálfum vinningi á eftir með 19,5 vinning. Snemma í lokaumferðinni stefndi í að Háteigsskóli væri að vinna 4-0 sigur og setja mikla pressu á efstu tvö liðin en andstæðingar þeirra náðu að hrifsa af þeim einn vinning og því ólíklegt að 3-1 sigur væri nóg til að ná efstu sveitum.
Landakotsskóli og Vatnsendaskóli voru í mikilli baráttu við sína andstæðinga í lokaumferðinni en eftir gríðarlega sviptingar tókst þeim báðum að vinna ótrúlega 4-0 sigra eftir að 4. borð hjá báðum sveitum sneri töpuðu tafli í unnið!
Því varð að koma til úrslitaviðureignar um Íslandsmeistaratitilinn og réttinn til að taka þátt í Norðurlandamóti barnaskólasveita. Skemmst er frá því að segja að Vatnsendaskóli voru mun sterkari í úrslitaviðureigninni og unnu 3-1 og 3-1 og því alls 6-2 í þessari tvöföldu úrslitaviðureign.
Glæsilegur sigur sem var vel fagnað enda spennan gríðarleg!
Landsbyggðarverðlaunin komu í hlut Brekkuskóla sem komu til leiks alla leið frá Akureyri en önnur og þriðju verðlaun komu bæði í hlut Flúðaskóla, a- og b-sveitar.
Nánari úrslit má finna á chess-results
Fleiri myndir hérna…….
Messa í Grafarvogskirkju kl. 11:00. Séra Grétar Halldór Gunnarsson þjónar.
Organisti er Hákon Leifsson og kór Grafarvogskirkju leiðir söng.
Selmessum ásamt sunnudagaskóla er lokið þetta misserið.