Fjölnishlaup Olís 17.júní

Gatorade Sumarhlaupin – Miðvikudagur, 17. júní 2020 frá 11:00 til 14:00

Fjölnishlaup Olís verður ræst 32. sinn á Þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 11.00.
Boðið er upp á 10 km hlaup, 5 km hlaup og 1.4km skemmtiskokk.Skráning er hér https://netskraning.is/Þátttökugjöld eru 3.000 kr fyrir 10 km hlaup og 2.500 kr fyrir 5 km hlaup á netskraning.is til miðnættis sunnudaginn 14. júní. Ath ekki er hægt að skrá á staðnum.

Fyrir skemmtiskokk er þátttökugjaldið 1.000 kr, en hver fjölskylda greiðir að hámarki 3.000 kr fyrir þátttöku í skemmtiskokki.Afhending gagna verður frá kl. 18:00-20:00 16. júní og á keppnisdag frá 09:30 til 10:15 í anddyri Grafarvogslaugar í Íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum.Athugið að aldurstakmark í 10 km hlaupið er 12 ára.

Þátttakendur eru hvattir til að sækja sér smitrakningarappið fyrir hlaupið.Frekari upplýsingar má finna hér: https://www.sumarhlaupin.is/fjolnishlaupid


Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.