Bankastjórinn í Vængi!

Garðar B. Sigurjónsson hefur náð samkomulagi við Vængi Júpíters um að spila með liðinu á komandi tímabili í Grill 66 deildinni.

Þessi frábæri línumaður hefur gríðarlega mikla reynslu úr Olís deildinni og hefur á sínum meistarflokksferli leikið um 230 leiki og skorað í þeim 690 mörk.

Hann spilaði síðast með uppeldisfélagi sínu Stjörnunni tímabilið 2018-19 en hefur einnig spilað með Fram þar sem hann varð markahæsti leikmaður liðsins tvö tímabil í röð.

Garðar er virkilega spenntur fyrir tímabilinu og segist ætla að taka Vængi upp í hæstu hæðir.

Með kveðju,

Vængir Júpíters

#LifiVængir

Facebook | Instagram | Twitter


Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.