Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar fyrir altari.
Hákon Leifsson er organisti og kór kirkjunnar syngur.
Kirkjukaffi á eftir.
Vekomin!
Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar fyrir altari.
Hákon Leifsson er organisti og kór kirkjunnar syngur.
Kirkjukaffi á eftir.
Vekomin!
Fjölnir er í harðri baráttu í deildinni og þurfa strákarnir okkar stuðning,
Mætum á völlinn og hvetjum þá til dáða.
[su_button url=“https://issuu.com/bjorgheidur/docs/leikskra_fjolnir-valur/1?e=0″]Leikskrá kvöldsins…..[/su_button]
Menningarnótt verður haldin í tuttugasta skipti næstkomandi laugardag 22. ágúst og fagnar því stórafmæli í ár. Í tilefni þess verður sett upp ljósmyndasýning á Austurvelli á Menningarnótt með myndum frá fyrri hátíðum. Yfirskrift Menningarnætur er „Gakktu í bæinn!“ líkt og undanfarin ár með tilvísun til þeirrar gömlu og góðu hefðar að bjóða fólk velkomið og gera vel við gesti.
Viðburðir fara fram um alla miðborg og í ár verður sérstök áhersla lögð á hin ýmsu torg. Allir viðburðir hátíðarinnar eru gestum að kostnaðarlausu.
Menningarnótt var fyrst haldin 1996 og á þeim tíma hefur hún vaxið í að verða stærsta hátíð sem haldin er á Íslandi með yfir 100.000 gesti og hundruði viðburða. Mikil áhersla er lögð á aðgengis- og öryggismál og koma hátt í 40 ólíkir hagsmunaaðilar að skipulagningu og samráði þar sem farið er yfir nauðsynlegar lokanir, aðstoð meðan á hátíð stendur, löggæslu og aðkomu sjúkrabíla, samgöngur og margt fleira.
Í fyrra var í fyrsta skipti boðið upp á ókeypis skutlur niður í miðborg frá stórum bílastæðum við Kirkjusand og Borgartún undir slagorðinu Leggjum fjær og komumst nær. Sú þjónusta mæltist vel fyrir og verður aftur í boði í ár. Einnig verður ókeypis í strætó sem keyrir samkvæmt hefðbundinni leiðartöflu fram til kl. 23. Þá tekur við sérstök leiðartafla sem miðar að því að koma fólki hratt og örugglega heim úr miðborginni. Dagskrá Menningarnætur lýkur eftir flugeldasýninguna um kl. 23:10.
Hægt er að kynna sér allar upplýsingar um aðgengi og lokanir á vef Menningarnæturwww.menningarnott.is.
Höfuðborgarstofa heldur utan um undirbúning, skipulagningu og framkvæmd Menningarnætur í samstarfi við önnur svið borgarinnar, stofnanir, listamenn, félagasamtök og fjölda annarra. Bakhjarlar Menningarnætur eru Landsbankinn og Vodafone.
Sum afrek eru sýnileg og minnisstæð. Afrek kvenna eru þó mörg hver dulin almenningi, falin í hversdagsleikanum og hafa aldrei verið verðlaunuð. Í september verður afrekasýning kvenna á Íslandi opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar verður gerð grein fyrir framlagi kvenna til samfélagsins, persónulegum og pólitískum sigrum, afrekum kvenna í hversdagslífi og á opinberum vettvangi.
Reykjavíkurborg óskar nú eftir frásögnum af afrekum kvenna, sögum af konum sem hafa með beinum eða óbeinum hætti haft áhrif á eigið líf eða annarra, tekist á við erfið eða óvenjuleg verkefni eða afrekað eitthvað annað sem gaman væri að miðla til sýningargesta.
Sýningin verður með fjölbreyttu sniði, notast verður við myndir, texta, hljóð- og myndupptökur og annað það sem fólki kann að detta í hug til að koma afrekunum sem best til skila.
Saumakona, húsfreyja, skíðameistari, jógakennari, kokkur, vélstjóri, bankastjóri, móðir, allar sögur sem þú telur að feli í sér afrek eru vel þegnar. Hafir þú upplýsingar um eitthvað sem gæti átt erindi á sýninguna væri ábending um slíkt vel þegin. Við leitum að sögum og efni á hvaða formi sem er.
Tekið verður á móti tillögum til og með 24. ágúst nk. Endilega bendið vinum, vandamönnum og samstarfsfólki á að senda ábendingar og hugmyndir um afrek kvenna á netfangið afrekasyning@reykjavik.is.
Á www.afrekskonur.is er hægt að koma sögum af afrekskonum á framfæri með Facebook-tengingu. Þá geturðu taggað afrekskonuna þína ef hún er á Facebook og skorað á vini þína að segja frá konunum í sínu lífi. Sögurnar sem fást gegnum síðuna verða einnig notaðar á sýningunni. Taktu þátt með okkur!
Afrekssögur kvenna leynast í hversdagsleikanum (Myndband).
Íslandsmótið í strandhandbolta hjá yngri flokkum fór fram í fyrsta skipti um síðustu helgi. Stelpurnar í 3. flokki kvenna hjá Fjölni gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið kvennamegin í sínum aldursflokki og enduðu í 4. sæti í heildarkeppni 3. flokks karla og kvenna, en kynin spiluðu gegn hvort öðru.
Í úrslitaleiknum unnu stelpurnar 11-10 í hörkuleik gegn liðinu „Þrælarnir hennar Ástu“ en það lið var skipað stelpum úr U-17 ára landsliðinu. Einnig var hún Ylfa valin leikmaður mótsins kvennamegin.
Lið stelpnanna skipuðu: Andrea Jacobsen, Ólöf Ásta Arnþórsdóttir, Sara Sif Helgadóttir, Sara Dögg Hjaltadóttir, Ylfa Dögg Ástþórsdóttir, Helena Ósk Kristjánsdóttir og Kristín Lísa Friðriksdóttir
Þjálfari var Jón Brynjar Björnsson
Fjölnir átti góðan hóp keppenda í frjálsum íþróttum á Unglingalandsmótinu sem fram fór á Akureyri um verslunarmannahelgina. Alls fengu þau 6 gullverðlaun, 3 silfur og 3 brons. Mótið fór fram við góðar aðstæður á Akureyri en í frekar köldu veðri. Eftirfarandi keppendur hlutu verðlaun:
Helga Þóra Sigurjónsdóttir 15 ára fékk gull í langstökki og hástökki og silfur í 80 m grind.
Karen Birta Jónsdóttir 14 ára fékk gull í spjótkasti og hástökki og brons í 100 m hlaupi.
Dagmar Nuka Ósk Einarsdóttir 14 ára fékk gull í kúluvarpi.
Signý Hjartardóttir 13 ára fékk silfur í hástökki og brons með blandaðri sveit í boðhlaupi.
Viktor Nói Kristinsson 16 ára fékk silfur í hástökki og brons í spjótkasti.
Hermann Orri Svavarsson 16 ára fékk gull í hástökki. Birkir Örn Þorsteinsson 14 ára fékk brons í 100 m hlaupi.
Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Guðrún Hallgrímsdóttir mun leiða göngu um Viðey þar sem umræðuefnið verður matur og matarmenning. Á göngu um eyjuna verða landkostir hennar rifjaðir upp og varpað ljósi á margbreytilega búskaparhætti jafnt á uppgangs– sem niðurlægingartímum.
Spáð verður í lifnaðarhætti fyrstu ábúenda, eldamennsku innan klaustursveggja, sagt frá ræktunartilraunum Skúla fógeta og veislum þeirra Ólafs Stephensen stiftamtmanns. Hugað verður að stórbúskap Eggerts Briem, innflutningi um hafskipabryggjuna og skyggnst ofan í potta í Stöðinni.
Fólki er bent á að vera vel skóað því gengið verður út í þorpið ef veður leyfir.
Á þriðjudagskvöldum eru aukaferðir til Viðeyjar frá Skarfabakka kl. 18:15 og 19:15.
Kaffihúsið í Viðeyjarstofu er opið þessi kvöld og upplagt að njóta kvöldverðar í eynni áður en leiðsögn byrjar.
Gangan hefst kl. 19:30 við Viðeyjarstofu en siglt verður heim kl. 21.00.
Gjald í ferjuna fram og til baka er kr. 1100 fyrir fullorðna og kr. 550 fyrir börn 7–15 ára í fylgd fullorðinna. Frítt fyrir 6 ára og yngri.
Við minnum á að handahafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna
og í Viðeyjarstofu en handhafar Gestakorts Reykjavíkur sigla frítt.
Leiðsögnin er ókeypis og öllum opin.
Fjölnismenn lögðu KR að velli 2:1 í 14. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Leikið var í Grafarvogi. Sigurmark leiksins skoraði Mark Magee nýkominn inn á sem varamaður á 77. mínútu.
Leikurinn byrjaði afar fjörlega og eftir aðeins 4. mínútna leik varði Þórður Ingason frábærlega frá Óskari Erni Haukssyni úr dauðafæri.
Mínútu síðar bruna Fjölnismenn upp völlin og fá innkast sem Viðar Ari Jónsson bakvörður tók. Boltann fékk Guðmundur Karl Guðmundsson sem fékk að taka á móti boltanum og rölta í makindum sínum í átt að markinu. Hann tók síðan frábært skot beint í markvinkilinn fjær, 1:0 fyrir Fjölni.
Fjölnismenn börðust afar vel í fyrri hálflleik og KR-ingar fengu ekki mörg færi. Besta færi þeirra fékk líklega Gonzalo Balbi sem var nánast sloppinn í gegn á 35. mínútu. Hann lék á tvo varnarmenn Fjölnis áður en sá þriðji náði að bjarga í horn.
Síðari hálfleikurinn var keimlíkur þeim fyrri. KR-ingar voru áfram sterkari og uppskáru að lokum mark á 56. mínútu. Þá tók Hólmbert Aron Friðjónsson aukaspyrnu af 25. metra færi eftir að brotið hafði verið á Jacob Schoop. Hólmbert, sem er örfættur, smellti boltanun utan við vegginn og í nærhornið, óverjandi fyrir Þórð í markinu, 1:1.
Mikil barátta einkenndi leikinn eftir það þar sem KR-igar höfðu áfram yfirhöndina.Það voru hins vegar Fjölnismenn sem skoruðu sigurmarkið á 77. mínútu.
Þá slapp Mark Magee, nýkominn inn á sem varamaður, einn í gegn eftir sendingu frá Guðmundi Karli og kláraði færið af mikilli yfirvegun framhjá Sindra í markinu, 2:1 lokatölur og sigur baráttuglaðra Fjölnismanna í höfn.
Heimild: MBL.is
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar ætlar að grípa til aðgerða vegna útbreiðslu trölla-, húna- og bjarnarklóa í Reykjavík.
Þetta eru plöntur af ættkvíslinni Heracleum en fundist hafa þrjár tegundir sem ganga undir ýmsum nöfnum en samkvæmt íslenskri málstöð nefnast þær: bjarnarkló (H. mantegazzianum), tröllakló (H. persicum) og húnakló (H. sphondylium).
Þær hafa sýnt sig að vera ágengar og geta breiðst hratt út í borgarlandinu. Plönturnar eru varasamar því þær innihalda efnasambönd sem geta valdið alvarlegum bruna á húð með sólarljósi.
Í sumar hefur verið unnið að því að kortleggja útbreiðslu platnanna en að því loknu verður unnin aðgerðaráætlun og útbúið fræðsluefni um hvernig best sé að bregðast við vandanum.
Borgarbúar eru hvattir til að senda Reykjavíkurborg ábendingar um fundarstaði.