Nýir skólastjórar við Foldaskóla og Klettaskóla
Ágúst Ólason hefur verið ráðinn skólastjóri við Foldaskóla. Hann hefur lokið M.Ed. gráðu í náms- og kennslufræði með áherslu á kennslufræði og skólastarf og hefur starfað sem grunnskólakennari, deildarstjóri, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri. Hann starfaði m.a. í sex ár sem aðstoðarskólastjóri í Norðlingaskóla. Átta sóttu um skólastjórastöðuna í Foldaskóla en einn dró umsókn sína til baka. Umsóknarfrestur rann út 9. nóvember.
Ágúst tekur við skólastjórastöðunni Foldaskóla um næstu áramót þegar Kristinn Breiðfjörð lætur af störfum.
Fjórir sóttu um skólastjórastöðuna í Klettaskóla en hann er sérskóli sem þjónar öllu landinu. Fráfarandi skólastjóri er Erla Gunnarsdóttir sem lætur af störfum um áramótin.