
Vorhátíð sunnudagaskólans og barnastarfsins í Grafarvogskirkju verður haldin með pompi og prakt 19. maí kl. 11:00 með léttri fjölskylduguðsþjónustu þar sem Barnakór Grafarvogskirkju syngur undir stjórn Sigríðar Soffíu Hafliðadóttur. Á eftir verður boðið upp á grillaðar pylsur, hoppukastala og svo mun Dr. Bæk koma og fara yfir hjól og hjólreiðahjálma. Hann smyr keðjur, fer yfir gíra og fleira. Einnig verður boðið upp á blessun reiðhjóla og reiðhjólafólks. Við hvetjum því fólk til þess að hjóla í kirkju þennan dag og fagna sumri.