Vetrarfrí verða í grunnskólum borgarinnar frá 17. – 22. október. Margt verður í boði fyrir fjölskylduna þessa frídaga, hvort heldur í frístundamiðstöðvum eða menningarstofnunum og frítt verður fyrir fullorðna í fylgd með börnum inn á söfn borgarinnar.
Gufunesbær í Grafarvogi verður með fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna bæði föstudaginn 17. október og mánudaginn 20. október með klifri, útieldun og frisbígolfmóti. Þá verður sundlaugapartí í Grafarvogslaug kl.14. 00 á föstudaginn.
Bókasöfnin í borginni, Borgarsögusafn og listasöfnin verða með margvísleg tilboð fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríinu. Þannig verður t.d. hægt að fara í ratleik með rúnum í Landsnámssýningunni, föndra á Borgarbókasafninu og kynna sér stelpumenningu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Ratleikur verður einnig í boði í Fjölskyldu – og húsdýragarðinum og Gerðuberg býður upp á sýningar fyrir alla fjölskylduna. Þar verður einnig leiksýningin Langafi prakkari sýnd sunnudaginn 19. október kl. 15.00.
Frístundamiðstöðin Gufunesbær verður með skemmtilega dagskrá í vetrarleyfinu.
[su_button url=“http://grafarvogsbuar.is/wp-content/uploads/2014/10/Vetrarleyfi-viðburðir-Október1.pdf“ target=“blank“ style=“3d“ background=“#1065bd“ radius=“0″]Dagskrá[/su_button]