Útiguðsþjónusta þriggja safnaða við Árbæjarkirkju 15. júlí – Pílagrímaganga frá Grafarvogkirkju

Sunnudaginn 15. júlí kl. 11:00 verður útiguðsþjónusta Grafarvogs-, Grafarholts- og Árbæjarsafnaðar haldin í Elliðaárdalnum við Árbæjarkirkju. Pílagrímaganga verður farin frá Grafarvogskirkju kl. 10:00 undir leiðsögn sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur fyrir þau sem vilja ganga. Prestar frá söfnuðunum þremur þjóna. Reynir Jónasson leikur á Harmonikku. Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða söng og boðið verður upp á grillaðar pylsur að messu lokinni.

Velkomin i útmessu!

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.