Úrslitakeppnin í 1. deild karla í handknattleik hefst í kvöld þegar Fjölnir tekur á móti Selfyssingum í íþróttahúsinu í Dalhúsum og hefst viðureignin klukkan 19.30. Það lið sem verður fyrr til að vinna tvo leiki fer síðan í hreina úrslitarimmu við annað hvort Víking eða Hamrana sem eigast við í hinum leiknum um sæti í úrslitum. Grótta varð efst í deildinni og fór þannig beint upp í Olís-deildina.
Fjölnis og Selfoss áttust við þrisvar sinnum í deildinni í vetur, hvort lið vann einn leik og einu sinni varð jafntefli.
Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikilvægir leikir eru fram undan hjá Fjölnisliðinu og eru Grafarvogsbúar og aðrir stuðningsmenn liðsins hvattir til að fjölmenna á þessa leiki og styðja við bakið á liðinu.