Mikið vatn flæddi inn í fimleikasalinn okkar í morgun. Þjálfarar, iðkendur og foreldrar mættu snemma í morgun til þess að færa áhöld úr salnum og þökkum við öllum kærlega fyrir aðstoðina. Blásarar eru nú í fimleikasalnum til þessa að þurka gólfið en samkvæmt upplýsingum frá forstöðumanni Egilshallar verður salurinn ekki nothæfur í rúma viku. Æfingar koma til með að falla niður og/eða hliðrast til næstu vikuna og sendum við nánari upplýsingar til ykkar eins fljótt og auðið er.
Sunnudagurinn 15.mars:
Æfingar hjá Kríla – og Stubbahópum falla niður.
Áhöld verða færð af fótboltavelli og gamla fimleikasal inn í önnur rými í Egilshöll klukkan 17.00. Við óskum eftir aðstoð foreldra/forráðamanna og iðkenda á þessum tíma!
Mánudagurinn 16.mars:
Allar æfingar falla niður nema þjálfarar taki annað fram.
Upplýsingar um æfingaskipulag vikuna 16.-21.mars verður sent út til foreldra/forráðamanna.