Um helgina fór fram 49 sambandsþing UMFÍ en það var haldið í VÍK í Mýrdal.
Fjölnir á 17 sæti á þinginu en að þessu sinni fóru 8 fulltrúa á þingið frá okkur.
Þeir voru Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis, Valfríður Möller, fjölniskona, Málfríður Sigurhansdóttir, íþrótta- og félagsmálafulltrúi Fjölnis, Þorgeir Örn Tryggvason, knattspyrndeild, Unnur Sigurðardóttir, formaður frjálsíþróttadeildar, Erlingur Þorsteinsson, varaformaður skákdeildar, Guðmundur Árnason, fjölnismaður og Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis.
Á þinginu buðum við fram ungan og efnilegan strák, Þorgeir Örn Tryggvason til varastjórnar og fékk hann kosningu. Við óskum honum til hamingju og gaman að sjá ungu kynslóðina koma inn í starfið hjá UMFÍ og gott fyrir Fjölnir að eiga þarna flottann fulltrúa.
Á þinginu voru rúmlega 120 manns víðs vegar af landinu og mjög gaman og gefandi að hitta allt þetta fólk. Þarna myndast líka góð tengsl og vinskapur.