Taílensk-íslenska félagið og Thai-menningarfélagið heldur taílenska hátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardaginn þann 30. ágúst nk. milli klukkan 12.00 og 19.30.
Í boði verður fjölbreytt dagskrá, meðal annars verður danssýning frá Kasestart-háskólanum í Taílandi og munu dansarar sýna „Hanumal“, „Manora“ sem og hefðbundinn taílenskan dans. Þá verður einnig boðið upp á tónlistarflutning með taílenskum hljóðfærum, en „Khon“ er taílenskur dans sem var eingöngu sýndur við konungshirðina á sínum tíma í flutningi grímuklæddra karlmanna, með sögumanni og við undirspil taílenskrar tónlistar. Slíkar danssýningar eru ávallt mjög lítríkar og skrautlegar því búningarnir eru mjög fallegir. Þetta er virkilega skemmtileg sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Þá verður einnig boðið upp á mat að hætti Taílendinga, ýmsir réttir sem kitla bragðlaukana auk framandi ávaxta. Fyrir áhugsama þá veðrur boðið upp á kennslu í gerð taílenskra eftirrétta.
Taílenskt handverk verður líka til sýnis og eru Taílendingar þekktir fyrir færni í fínlegu handverki. Þá verður boðið upp á taílenskt nudd og ferðakynningar til Taílands.
Aðgangur á hátíðina er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.