Sjálfstæðisflokkurinn:
Grundvallarstefnumál og hugsjónir Sjálfstæðisflokksins koma fram í sjálfstæðisstefnunni sem flokkurinn hefur fylgt frá upphafi. Sjálfstæðisstefnan er hvorki langorð né flókin heldur veitir hún leiðbeiningar um nokkur mikilvæg atriði sem er nauðsynlegt að taka mið af, vilji menn tryggja frelsi og framþróun í þjóðfélaginu. Hún gefur sig ekki út fyrir að vera nákvæm forskrift að fullkomnu ríki enda lifa slík fyrirmyndarríki sjaldnast sjálfstæðu lífi utan kennisetninga og fræðikerfa.
Þegar Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn sameinuðust árið 1929 undir merkjum nýs flokks, Sjálfstæðisflokksins, var kveðið á um tvö meginatriði sem flokkurinn skyldi hafa að leiðarljósi. Annars vegar var því lýst yfir að undanbragðalaust yrði að vinna að því að landið yrði sjálfstætt þegar skilyrði væru til þess samkvæmt sambandslögunum. Hins vegar sagði að flokkurinn ætlaði: „Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“
Þessi kjarnyrta stefnuyfirlýsing hefur fylgt flokknum allar götur síðan og verið hans leiðarljós. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er stefna flokksins í einstökum málaflokkum mótuð, eins og sjá má á öðrum stað á síðunni auk þess sem samþykkt er sérstök stjórnmálaályktun á hverjum landsfundi. Landsfundi flokksins sitja landsfundarfulltrúar, sem valdir eru af aðildarfélögum flokksins um land allt og hafa allir fulltrúar atkvæðisrétt á landsfundi varðandi stefnumótun og kjör í embætti flokksins.
Undanfarin 18 ár hafa orðið miklar breytingar í íslensku samfélagi, sem er nú orðið opnara og frjálsara en áður. Kjör almennings í landinu hafa batnað mikið á þessu tímabili, kaupmáttur aukist verulega og atvinnuleysi verið með því minnsta sem þekkist í heiminum. Þrátt fyrir að miklir erfiðleikar hafi fylgt falli bankakerfisins á Íslandi í október 2008, er sá árangur sem náðst hefur ekki til einskis.
Á næstu misserum verður atvinnulífið byggt upp á nýjan leik og íslenska þjóðin mun koma sterkari út eftir á. Þrátt fyrir að ríkisvaldið hafi tímabundið þurft að stíga inn í rekstur veigamikilla fyrirtækja er skýrt að mati Sjálfstæðisflokksins að slíkt sé ekki heillavænlegt til langframa og verður losað um eignarhald ríkisins aftur um leið og færi gefst.
[su_button url=“http://www.xd.is/reykjavik/“ target=“blank“ background=“#302def“ radius=“0″]XD Reykjavík[/su_button]
Samfylkingin:
Stofnfundur Samfylkingarinnar var haldinn í Borgarleikhúsinu þann 5. maí, árið 2000. Fyrsti formaður var kjörinn Össur Skarphéðinsson en talsmaður kosningabandalags þriggja flokka í alþingiskosningunum vorið 1999 var Margrét Frímannsdóttir, þá formaður Alþýðubandalagsins.
Sameiningin leiddi saman fólk sem fram að því hafði verið pólitískir keppinautar og starfað í stjórnmálaflokkum sem voru ólíkir að uppbyggingu og höfðu viðhaft mismunandi verklag. Þessir flokkar voru Kvennalistinn sem bauð fyrst fram 1983, Alþýðubandalagið sem bauð fyrst fram 1956 (sem kosningabandalag) og Alþýðuflokkurinn sem var stofnaður 1916.
Samfylkingin er fjöldahreyfing með yfir tuttuguþúsund skráðra flokksfélaga um land allt og fulltrúa í sveitarstjórnum í nær öllum sveitarfélögum á Íslandi sem víða fara með meirihlutavald. Markmið Samfylkingarinnar er að fá umboð kjósenda til að taka forystu í landstjórninni, með jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi.
Innan Samfylkingarinnar hefur frá upphafi verið kraftmikil umræða um lýðræði, lýðræðishefð og lýðræðislegar umbætur. Sameining jafnaðarmanna, félagshyggjufólks og kvenfrelsissinna í Samfylkingunni gerði sjálfkrafa þá kröfu að átakahefð liðinnar aldar legðist af. Engin niðurstaða er lengur fyrirfram gefin vegna þess að „kenningin“ mæli fyrir um það og þess vegna er heldur ekki lengur deilt um „sanna túlkun“ kenningarinnar. Það sem máli skiptir er veruleiki venjulegs fólks. Verkefnið er að sjá og heyra hver vandamál hins daglega lífs eru í raun, taka á dagskrá og gera almenna velsæld að daglegu viðfangsefni stjórnmálanna.
XS Reykjavík
Björt Framtíð:
Björt framtíð er vettvangur fólks sem vill gera gagn í stjórnmálum og taka þátt í stjórnmálum á uppbyggilegan hátt. Björt framtíð kennir sig við víðsýni, frjálslyndi og umhverfisvernd. Hún vill efla traust í samfélaginu og leggur nokkra áherslu á „consensus“ stjórnmál. Þau birtast m.a. í því að í BF eru tveir formenn, sem kallast formaður og stjórnarformaður og í uppbyggingu flokksins að öðru leyti.
Einfaldleiki, traust og ábyrgð hvers og eins eru höfð að leiðarljósi í starfi BF. Í BF eru ekki undirfélög eða landshlutafélög, heldur aðeins eitt félag á landsvísu með stórri stjórn. Tvær grundvallaryfirlýsingar mynda umgjörð starfsins, annars vegar Stjórnmálayfirlýsingin og hins vegar Ályktunin. Sú fyrrnefnda lýsir nálgun okkar á stjórnmál. Sú síðari lýsir framtíðarsýn okkar, að hvaða markmiðum við viljum stefna í þjóðfélagsmálum. Í henni er að finna ríkar áherslur á frálsræði, fjölbreytni, mannréttindi, velferðarmál og umhverfismál. BF horfir jákvæðum augum til ESB og nýrrar stjórnarskrár.
Að öðru leyti fer málefnastarf BF fram á www.heimasidan.is, en þar getur hver og einn þátttakandi í BF lagt fram hugmyndir, sem geta orðið að tillögum, ef nógu margir mæla með því.
Með svona einfaldri og lýðræðislegri umgjörð gerir BF tvennt: Sýnir traust í verki — sem er forsenda þess að koma á meira trausti — og sýnir líka frjálslynda nálgun á stjórnmál í verki. Það er grunnþema í frjálslyndisstefnu að margar skoðanir, frjáls skoðanaskipti — eða hið frjálsa markaðstorg skoðanna — sé ætíð til bóta. Þannig vettvang viljum við skapa. Gefandi, tilgangsríkan og þar með skemmtilegan.
BF er lýðræðisafl sem vill breyta stjórnmálum á Íslandi þannig að þau einkennist af meiri yfirvegun, meiri trú á lýðræðislegum og upplýstum ákvarðanatökum og meiri áherslu á ábyrgð og skyldu hvers og eins til þessa að leggja fram hugmyndir og lausnir.
XA ReykjavíkFramsóknarflokkurinn:
Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur félagshyggjuflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jafnaðar. Hann stendur vörð um stjórnarfarslegt, efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi.
XB ReykjavíkPíratar:
Píratar eru ungt, alþjóðlegt stjórnmálaafl sem berst fyrir raunverulegu gegnsæi og ábyrgð í stjórnkerfinu, auknu aðgengi að upplýsingum, beinu lýðræði, upplýsingafrelsi og endurskoðun höfundarréttar. Það hefur lengi verið mikil þörf á nýjum flokki sem leggur áherslu á upplýsingamál, tæknimál, friðhelgi einkalífsins og tjáningarfrelsi útfrá 21stu öldinni.
- Gagnsæi
- Ábyrgð
- Friðhelgi einkalífsins
- Upplýsingafrelsi
- Beint lýðræði
Alþjóðlega pólitíska hreyfing Pírata var stofnuð í Svíþjóð árið 2006, en í kjölfarið hafa verið stofnaðar flokkar Pírata í yfir 60 löndum. Frá stofnun hefur píratahreyfingin fengið aukið vægi á meðal almennings vegna þess að flestir nota netið í dag í sínu daglega lífi og eiga sitt annað lögheimili þar. Löggjöf um stafrænt frelsi hefur ekki haldist í hendur við þann veruleika að persónulegar upplýsingar og netnotkun spila sífellt stærra hlutverk í lífi hvers og eins. Því er mikilvægt að verndun mannréttinda í net- og raunheimum haldist í hendur. Píratapartýið er vettvangur fyrir alla sem vilja taka þátt í að móta samfélag sitt í raun- og netheimum og ræða breytingar á frjálsan og óheftan hátt með aðstoð tækninnar fyrir opnum tjöldum.
XÞ Reykjavík