Fátt er mikilvægara foreldum með ung börn en að þau nái að sofa vel. Hluti af góðum svefni er að skapa heilbrigðar svefnvenjur og er reglufesta mikilvæg í því sambandi.
Þriðjudaginn 20. september kl. 14:00 mun Ingibjörg Leifsdóttir svefnráðgjafi á barnaspítala Hringsins fræða okkur um svefn ungra barna og segja frá því hvaða svefnvenjur hafa reynst foreldum bestar í gegnum tíðina. Ingibjörg situr í teymi um svefnvanda barna og hefur því mikla reynslu af ráðgjöf við fjölskyldur á því sviði.
Við hvetjum foreldra með ung börn til að mæta og spyrja Ingibjörgu um allt sem þeim liggur á hjarta varðandi svefn og svefnvenjur barna sinna.