Á allra heilagra messu verður minningarguðsþjónusta í Grafarvogskirkju klukkan 14:00. Prestar safnaðarins þjóna og séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar. Í þessari guðsþjónustu minnumst við sérstaklega þeirra sem hafa látist á árinu og verið jarðsungin í Grafarvogskirkju eða af prestum safnaðarins.
Eftir guðsþjónustuna verður kaffisala þar sem framlögin renna í Líknarsjóð Grafarvogskirkju. Kaffiveitingarnar kosta 2500 fyrir fullorðna og 1000 fyrir unglinga og ókeypis fyrir börn.
Sunnudagaskólinn er á sínum stað á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Ljónaveiðar, dans, söngvar og sögur. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón.
Selmessa í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00. sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Vox Populi syngur og undirleikari er Hilmar Örn Agnarsson.