Níu sundmenn úr Sunddeild Fjölnis tóku þátt í Íslandsmeistaramóti í 25m laug (IM-25) um nýliðna helgi og stóðu sig frábærlega vel. Enn þau syntu undir merkjum ÍBR ásamt sundmönnum úr Ármanni og KR.
Kristinn Þórarinsson átti fjögur stigahæstu sundin í karlaflokki og er Íslandsmeistari öllum fimm greinunum sem hann tók þátt í (50m, 100m og 200m baksund, 100m og 200m Fjórsund) . Hann átti frábært mót og setti þrjú Fölnismet (50m og 100m baksund og 100 fjórsund) og synti undir lágmörkum á Evrópumót og Norðulandamót.
Jón Margeir Sverrisson setti fjögur Íslandsmet í flokki S-14 og vann ein silfurverðlaun og ein Brons verðlaun. Auk þess setti hann Fjölnismet í 800m skriðsundi.
Daníel Hannes Pálsson er Íslandsmeistari í 200m skriðsundi , Silfur í 400skriðsundi og brons í 50m flugsundi) og synti undir lágmörkum á Norðulandamót.
Hilmar Smári Jónsson bætti sína bestu tíma í öllum greinum og vann silfur og tvö brons.
Steingerður Hauksdóttir vann Silfur í 100m baksundi og Brons í 50m baksundi og 50m skriðsundi. Bætti sig í öllum sínum greinum og setti Fjölnismet í 50m og 100m baksundi. Auk þess tryggði hún sér lágmörk á Norðurlandamót.
Berglind Bjarnadóttir, Rakel Guðjónsdóttir og Ágústa Rós Róbertsdóttir bættu allar sína bestu tíma og syntu til úrslita enn 8 fyrstu í undanrásum komast áfram í úrslit. Arey Rakel Guðnadóttirsynti á sínu fyrsta Íslandsmeistaramóti og var meðal yngstu keppenda á mótinu og stóð sig vel.
Auk þess syntu þau í Boðsundsveitum IBR og unnu til verðlauna þar í:
4x200m skriðsund KK = Íslandsmeistarar
4×100 fjór og 4×100 skrið KK silfurverðlaun
4×50 fjór og 4×50 Skrið blönduð sveit 2x Brons.