Sumardeginum fyrsta verður fagnað með margvíslegri skemmtun fyrir börn og fullorðna í hverfum borgarinnar, s.s. skrúðgöngum og hljóðfæraleik. Sumarhátíðir verða í öllum borgarhverfum á sumardaginn fyrsta og verður m.a. boðið upp á skemmtidagskrá við frístundamiðstöðvar og í sundlaugum. Hátíðarnar eru samstarfsverkefni frístundamiðstöðvanna, þjónustumiðstöðva og frjálsra félagasamtaka í hverfunum. Um 10 stigi hiti var í Reykjavík í morgun.
Dagskrá dagsins í Garfarvogi er með þessum hætti:
Kl. 11.30 Skrúðganga frá Spöng að Rimaskóla. Skólahljómsveit Grafarvogs leikur og félagar í Skátafélaginu Hamri bera fána
Kl. 11.45 – 14.00 Skemmtun í Rimaskóla
• Nemendur í Tónlistarskólanum í Grafarvogi og Tónskóla Hörpunnar leika
• Danssýning barna í Dansskóla Reykjavíkur
• Sirkus Íslands
• Skemmtiatriði frá félagsmiðstöðvum og frístundaheimilum Gufunesbæjar
• Kynning á sumarstarfi Gufunesbæjar, Fjölnis, Útilífsskóla skátanna o.fl.
• – Leiktæki
• – Veitingasala
• – Andlitsmálun