Fjölnismenn hrukku heldur betur í gírinn í Árbænum í kvöld þegar þeir unnu stórsigur á Fylki í Pepsídeild karla í knattspyrnu. Fjölnir hafði fyrir leikinn í kvöld tapað fjórum leikjum í röð í deildinni en snéru heldur betur við blaðinu. Fjölnir lék á köflum mjög góða knattspyrnu og uppskeran var í takti við það.
Þórir Guðjónsson kom Fjölni á sporið strax á 5. mínútu leiksins og áður en fyrri hálfleikur var allur hafði Kennie Knak Chopart og Þórir Guðjónsson bætt við þremur mörkum. Fjölnismenn innsigluðu síðan glæstan sigur þegar Mark Charles Magee skoraði fjórða markið skömmu fyrir leikslok.
Eftir sigurinn í kvöld situr Fjölnir í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig og siglir lygnan sjó. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn KR 5. ágúst.
Hægt er að sjá myndir frá leiknum hérna..