Jón Margeir Sverrisson, Ólympíumeistari var í miklu stuði í Manchester um helgina þegar hann tók þátt í opna breska mótinu í 25m laug. Jón hóf keppni í 100m skriðsundi sem hann var ný búinn að setja Íslandsmet um þar síðustu helgi. Hann synti á 53,70 sem er rétt yfir Íslandsmetinu þetta mót er hinsvegar IPC vottað og fer því þessi tími inn á heimslistann.
Seinna sundið á laugardag var svo 50m skriðsund er þar synti hann á 24,39 sem er nýtt Íslandsmet og hraðasti tími sem syntur hefur verið í hans fötlunarflokki.
Á sunnudag var svo komið að 100m flugsundi er þar setti Jón tvö Íslandsmet fyrst í 50m flugsundi (27,28) og svo var lokatíminn 59,85 sem er einnig hraðasti tíminn í Evrópu.
Jón endaði svo mótið með trompi þegar hann synti 200m skriðsund á 1:55,11 sem er bæði nýtt Íslandsmet og hraðast skráði tíminn í heiminum í hans fötlunarflokki og skildi hina keppendurnar eftir á loka sprettinum.
Það verður spennandi að sjá hvað kappinn gerir í sumar þegar Heimsmeistaramótið fer fram í 50m laug í Glasgow 13-19 júlí 2015.