SPÖNGIN – MENNINGAR OG ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
Nýtt verkefni – Þjónustumiðstöð í Spöng – leysir hugmyndir um menningar- og þjónustumiðstöð af hólmi.
Þjónustumiðstöð í Spöng – OPNA vefsíðu.
Eldri upplýsingar hér fyrir neðan á þessari vefsíðu og hér til hægri eru því fallnar úr gildi.
Staðsetning: Spöngin 43
Lýsing: Samkomulag um sameiginlegan rekstur menningar- og þjónustumiðstöðvar í Grafarvogi við Spöngina var undirritað 13. september 2008 með fyrirvara um samþykktir viðkomandi stjórna, ráða og ráðuneyta. Endanlegar samþykktir þeirra liggja ekki fyrir.
Í hugmyndavinnu vegna hússins hefur verið gert ráð fyrir að þar verði meðal annarra eftirtaldir aðilar með þjónustu:
- Velferðarsvið með rekstur þjónustumiðstöðvarinnar Miðgarðs.
- Menningar- og ferðamálasvið með útibú Borgarbókasafns.
- Eir með rekstur þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða, ásamt dagdvöl fyrir heilabilaða.
- Korpúlfar, félag eldri borgara í Grafarvogi með félagsstarfssemi.
- Grafarvogskirkja með guðsþjónustur og aðrar kirkjulegar athafnir auk félags, fræðslu- og æskulýðsstarfs.
Á tímabili var gert ráð fyrir aðstöðu lögreglu í húsinu, sem og aðstöðu fyrir ÍTR, en fallið hefur verið frá þeim hugmyndum.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi forseti borgarstjórnar, tók fyrstu skóflustungu að mannvirkinu 1. desember 2009.
Umfang og kostnaður: Síðustu tillögur gera ráð fyrir um 5.000 fermetra byggingu. Áætlaður framkvæmdakostnaður er um 2.000 milljónir króna í september 2009 (byggingarvísitala: 492).
Hönnuðir:
Arkitekt: THG arkitektar
Verkfræðihönnun: Efla ehf.
Lóðarhönnun: Landark ehf.
Byggingarnefnd
Byggingarnefnd var skipuð í júlí 2009 og eiga sæti í henni fulltrúar frá:
- Framkvæmda- og eignasviði, sem framkvæmdaaðili.
- Velferðarsviði, vegna Miðgarðs og Korpúlfa
- Menningar- og ferðamálasviði, vegna Borgarbókasafns
- Safnaðarnefnd Grafarvogskirkju vegna kirkjusels
- Eir vegna þjónustu við eldri borgara
Byggingarnefndin fjallar samkvæmt ákörðun borgarráðs um endanlega útfærslu byggingarinnar og undirbýr útboð á framkvæmdum. Unnið er á grundvelli þeirrar forvinnu sem þegar hefur farið fram varðandi undirbúning og þarfagreiningu fyrir bygginguna. Byggingarnefndin starfar á byggingartímanum Framkvæmda- og eignaráði til ráðuneytis um endanlegar útfærslur teikninga, efnisvals og búnaðarkaupa.
Þegar fyrir liggur tillaga að endanlegri útfærslu byggingarinnar skal kynna hana fyrir menningar- og ferðamálaráði, velferðarráði og framkvæmda- og eignaráði sem jafnframt skal staðfesta endanlega útfærslu og heimila framkvæmdir með sama hætti og gagnvart öðrum framkvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar.
Eins og áður segir liggur fyrir samkomulag um sameiginlegan rekstur hússins undirritað 13. september 2008 með fyrirvara um samþykktir viðkomandi stjórna, ráða og ráðuneyta. Ef það samkomulag verður endanlega staðfest er byggingarnefndinni ætlað að vinna að útfærslu þess og gera þá samninga sem þarf og leggja fyrir viðkomandi ráð til staðfestingar. Þá er það hlutverk byggingarnefndarinnar að vinna endanlegar samþykktir fyrir hússtjórn sem mun reka húsið.