FÉLAGSLEGAR LEIGUÍBÚÐIR
Félagslegar leiguíbúðir eru fyrir þá sem ekki eru færir um að sjá sér og sínum fyrir húsnæði sökum lágra tekna, þungrar framfærslubyrði eða annarra félagslegra aðstæðna. Félagsbústaðir hf. eiga íbúðirnar og sjá um gerð leigusamninga, innheimtu og viðhald.
Umsóknir um félagslegt leiguhúsnæði, upplýsingar um biðtíma og skilyrði til að sækja um. Þegar sótt er um félagslegt leiguhúsnæði veita ráðgjafar þjónustumiðstöðvanna umsækjendum upplýsingar og ráðgjöf um ferli umsókna um félagslegt leiguhúsnæði. Þá eru veittar upplýsingar um önnur úrræði eða þjónustu sem umsækjandi getur átt rétt á og stuðningur á biðtíma ef þörf er á.
FÉLAGSLEGT LEIGUHÚSNÆÐI / SÉRSTAKAR HÚSALEIGUBÆTUR
Fólk 18 ára og eldri sem hafa átt lögheimili í Reykjavík sl. 3 ár og eru undir tekju- og eignamörkum geta sótt um félagslegt leiguhúsnæði / sérstakar húsleigubætur á vegum Reykjavíkurborgar. Hægt er að sækja um undanþágu frá reglunum.
Félagsbústaðir hf. sjá um rekstur leiguíbúðanna, þ.e. gerð leigusamninga, innheimtu og viðhald.
Umsóknir um félagslegt leiguhúsnæði / sérstakar húsaleigubætur er að finna á Rafræn Reykjavík.