ÞJÓNUSTUÍBÚÐIR
Þjónustuíbúðir eru ætlaðar fólki sem þarf meiri aðstoð og stuðning en hægt er að veita í heimahúsi en heilsufar ekki orðið það slæmt að þörf er fyrir hjúkrunarheimili.
Umsóknir um þjónustuíbúðir er að finna á Rafræn Reykjavík.
Eldri borgarar_bæklingurÞJÓNUSTA FYRIR ELDRI BORGARA
Íbúar í Grafarvogi og á Kjalarnesi geta leitað eftir upplýsingum og ráðgjöf í Miðgarði, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, varðandi ýmis mál, svo sem fjármál, tryggingabætur, húsnæðisúrræði, vistunarmat og stuðning. Ráðgjöfin er ókeypis.
Korpúlfar, samtök eldri borgara í Grafarvogi, eru með aðstöðu á Korpúlfsstöðum. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um starfið.