Atvinnulífið

Ýmiss félagasamtök eru starfandi í Grafarvoginum. Má í því sambandi nefna íbúasamtök Grafarvogs- og Bryggjuhverfis. Fjölbreytt félagsstarf eldri borgara er í Grafarvogi.  Korpúlfarnir, samtök eldri borgara í Grafarvogi, var stofnað árið 1998. Starfsemin hefur farið ört vaxandi ár frá ári og er í miklum blóma frá byrjun september og fram í miðjan júní ár hvert.

Eins og nærri má geta stendur íþrótta- og skátastarf með miklum blóma í Grafarvogi.

 

 

Heilsugæslan Grafarvogi er hverfisstöð og þjónar íbúum Grafarvogs. Ef þú býrð á þjónustusvæðinu getur þú skráð þig á stöðina meðan ekki er fullskráð hjá læknum stöðvarinnar. Í afgreiðslu heilsugæslustöðvarinnar taka móttökuritarar við tímapöntunum, gefa almennar upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar og koma áríðandi skilaboðum til starfsfólks. Með rafrænum skilríkjum er hægt að bóka tíma í gáttinni: heilsuvera.is Pantaður viðtalstími hjá lækni er 15 mínútur nema annað sé ákveðið fyrirfram.