Spöngin er miðsvæði norðurhluta Grafarvogs og þangað sækja íbúar hverfisins margvíslega þjónustu.
EINKENNI SVÆÐISINS
Aðkoma svæðisins er einkennandi fyrir verslunarkjarna á Íslandi, það eru bílastæðin sem
taka á móti fólki. Einnig virðist ekki vera gert ráð fyrir því að fólk sé mikið að ganga um Spöngina
því göngustígar sem liggja að svæðinu stoppa þegar kemur að bílastæðinu og við tekur haf
bílastæða sem ekki bjóða upp á að gengið sé um það. Á fyrstu ljósmynd á mynd 19 má sjá hvernig
bílastæðin taka á mót þeim sem koma að Spönginni, hvort sem er gangandi eða keyrandi.
Starfsemi í Spönginni
Margs konar starfsemi er í Spönginni og í nánasta umhverfi hennar. Þar er meðal annars að finna
heilsugæslu, sjúkraþjálfun, matvöruverslun, bakarí, hárgreiðslustofu, blómabúð, veitingastaði, fiskbúð, dýrabúð og aðrar sérverlsanir.
AÐGENGI AÐ SPÖNGINNI
Mjög gott aðgengi er fyrir akandi að Spönginni. Þrír vegir liggja að svæðinu úr sitt hvorri áttinni.
Móavegur að vestan, Mosavegur að austan og Borgavegur að sunnanverðu. Mosavegur er mikilvæg tenging Mosfellinga við Spöngina og Borgarholtsskóla. Göngustígar liggja úr öllum hverfum og í raun mjög þétt stíga og gangstétta net sem liggur að Spönginni.
NOTENDUR
Notendur eru aðallega fjölskyldufólk úr hverfinu, skólafólk úr Borgarholtsskóla og eldri borgarar sem búa í þjónustuíbúðum við Fróðengi.
Fyrirtæki:
Einnig eru þessi fyrirtæki í Spönginni
I am Happy barnafataverslun
Dýraland
Í húsi blóma
Vínbúðin
Tónskóli Hörpunnar tónlistarskóli
Sólbaðsstofan Smart
Krua Mai – Tælenskur matsölustaður
Orkan X
Fótaaðgerðarstofa Hrafnhildur
Hárborg
Kornið bakarí
Sjúkraþjálfun Grafarvogs