Skráning í matjurtagarðana er hafin. Reykjavíkurborg vill koma til móts við þá borgarbúa sem vilja leigja matjurtagarða sumarið 2015
Hvar eru matjurtagarðarnir?
Tvöhundruð matjurtagarðar verða leigðir út á vegum borgarinnar í Skammadal auk sexhundruð fjölskyldugarða (áður Skólagarðar Reykjavíkur) í Breiðholti, Árbæ, Vesturbæ, Fossvogi, Laugardal og Grafarvogi.
Hvað kostar að leigja matjurtagarð?
Leigugjöld ársins 2015 eru 5.000 kr. fyrir garðland í Skammadal (ca. 100m2) og 4.800 kr. fyrir garð í fjölskyldugörðunum (ca. 20m2). Umsóknir þurfa að berast fyrir 31.mars. Úthlutun garða verður afturkölluð hafi greiðsla ekki borist á eindaga.
Aðstaða í görðunum
Görðunum verður skilað tættum og merktum. Hægt verður að komast í vatn hjá öllum görðum. Plöntur og útsæði fylgja ekki með görðunum.
Hvernig er sótt um þjónustuna?
Upplýsingar má finna hjá mhverfis- og skipulagssviði í síma 411-1111. Umsóknir sendist á netfangið matjurtagardar@reykjavik.is
Hvenær eru garðarnir afhentir?
Garðarnir verða tilbúnir upp úr miðjum maí og verður tilkynning sett á heimasíðu Reykjavíkurborgar.
Fyrirspurnir og/eða ábendingar
Reykjavíkurborg hefur einnig gert samning við Garðyrkjufélag Íslands um rekstur matjurtagarða í Stekkjarbakka og Grafarvogi. Nánari upplýsingar um þá er að finna á heimasíðu Garðyrkjufélags Íslands, www.gardurinn.is , undir Grenndargarðar.
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar