Skráning er hafin í sumarsmiðjur frístundamiðstöðvanna í Reykjavík fyrir 10-12 ára börn.
Sumarsmiðjurnar standa yfir part úr degi, heilan dag eða í nokkra daga í senn á tímabilinu 12. júní – 14. júlí. Smiðjurnar eru margs konar og viðfangsefni tengjast m.a. sköpun, útivist, sjálfbærni og hreyfingu.
Þátttökugjald fer eftir efniskostnaði, ferðakostnaði og lengd hverrar smiðju. Nánari upplýsingar og skráning á vefnum www.fristund.is.